Dagur íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, (16 nóvembert) vert að minnast á áfangasigur íslenskunar.

Á meðan rætt er um það hvort íslenskan lifi af á tölvuöld hefur Blindrafélagið haft frumkvæðið að því að  tryggja framtíð hennar í heimi snjalltækja með því að fjárfesta í talgervlunum Karl og Dóru. En þær raddir eru nú hluti af máltækniþjónustu Amazon sem  nefnist Polly.

Polly er þjónusta sem er í boði fyrir þróunaraðila, og gerir þeim kleift að breyta texta í tal og nýta í smíði forrita. Hún telst sérstaklega mikilvæg í tengslum við svokallað „internet allra hluta“, sem í framtíðinni á að gera það að verkum að maðurinn geti spjallað við flest heimilistæki og beðið þau um að leysa verkefni fyrir sig.  Til þess að slíkt sé mögulegt þurfa forritin að geta svarað og þar kemur Polly til aðstoðar.

Með því að smíða íslenskan talgervil og koma honum á framfæri hefur framleiðendum verið gefin möguleiki á því að bjóða upp á  íslensku í sínum forritum.

„Þetta er stórt skref í rétta átt“, segir Sigþór Unnsteinn Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, en þessu þarf að fylgja eftir með fjárfestingu og þrýstingi frá stjórnvöldum. Og svo þurfa neytendur hér á landi líka að verða meðvitaðri og beita buddunni til þess að styðja við íslenskar lausnir og þar með íslenska tungu.“

Amazon Polly er aðgengilegt á 24 tungumálum og inniheldur alls 47 raddir, hægt er að lesa meira um  það hér: https://aws.amazon.com/blogs/aws/polly-text-to-speech-in-47-voices-and-24-languages/ (Opnast í nýjum vafraglugga)