Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins er komið út.

vidsja1tbl2012

Í forustugreininni fjallar  formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson, um hvort að tiltekin sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu sé ber af því að vísa frá sér fötluðumíbúum með þjónustuleysi. 

Forsíðuviðtalið í blaðinu er að þessu sinni við Hörpu Völundardóttur og er yfirskrift þess:  „Sykursýki er dauðans alvara“.  Fjallað er frekar um sykursýki sem sjúkdóm 21. aldarinnar. M.a. þá staðreynd að sykursýki getur leitt til alvarlegra augnvandamála. Sumir eru þegar við greiningu komnir með skemmdir áaugnbotna.

Heilsumatur fyrir sjónina eru að þessu sinni fiskiuppskriftir sem henta sykursjúkum.

Fjallað er ítarlega um þá þjónustu sem stendur eldri borgurum sem missa sjónina til boða, en 73% þeirra sem eru skráðir blindir og sjónskertir áÍslandi eru eldri en 67 ára 

Stuðningur til sjálfstæðis er nýr Styrktarsjóður Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins sem ætlað erað styðja við fjölþætta starfsemi sem er hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

Hjálpartæki til gagns og gamans í sérvöruverslun Blindrafélagsins eru kynnt og gerð er grein fyrir nýja leiðsöguhundadagatali Blindrafélagsisn sem er nýkomið út.

Gerð er grein fyrir rannsóknarverkefni sem fjallar um sjónskertar mæður og unnið var af Karen Friðriksdóttur í Svíþjóð.

Æskulýðsfulltrúi Blindrafélagsins skrifar pistil um að þróa skýra sýn og ótruflaðan huga.

Blaðið er sent út til allra velunnara Blindrafélagsins, en þeir eru yfir 22 þúsund talsins.