Framboð til stjórnar Blindrafélagsins

Laugardaginn 20. apríl kl. 13:00 rann út frestur til að skila inn framboðum til stjórnar Blindrafélagsins fyrir aðalfundi félagsins sem fram fer laugardaginn 11. maí. Kosið verður í embætti tveggja aðalmanna og tveggja varamanna til tveggja ára.  Sjá frekar í lögum félagsins hér.

Þegar að framboðsfrestur rann út höfðu eftirtaldir aðilar sent inn tilkynningu um framboð:

  • Arnþór Helgason.
  • Guðmundur Rafn Bjarnason.
  • Hlynur Þór Agnarsson.
  • Kaisu Hynninen.
  • Rósa Ragnarsdóttir.
  • Rúna Ósk Garðarsdóttir.  

Kjörnefnd hefur yfirfarið kjörgengi frambjóðenda og úrskurðar alla ofantalda frambjóðendur kjörgenga.

Samkvæmt lögum félagsins ber stjórninni nú að undirbúa kosning á aðalfundi félagsins þann 11 maí næstkomandi. Öllum frambjóðendum mun verða gefinn kostur á að kynna sig á miðlum félagsins.

Kjörnefnd Blindrafélagsins:

Brynja Arthúrsdóttir.
Sigtryggur R. Eyþórsson.