Gott aðgengi - Aukið öryggi

Tékkneska fyrirtækið Handi Friendly hóf starfsemi árið 2012, en hafði í nokkur ár þar á undan tengst  aðgengislausnum fyrir blint og sjónskert fólk. Handi Friendly vörurnar eru upphleyptar yfirborðsmerkingar og einstakar fyrir það hversu margar og fjölbreyttar lausnir eru boði með ítarlegri vörulýsingu fyrir hverja og eina vöru.

Handi Friendly er ekki eingöngu framleiðandi og söluaðili heldur tekur fyrirtækið einnig að sér að frágang á  upphleyptum yfirborðsmerkingum fyrir blint og sjónskert fólk. Í boði eru lausnir bæði innanhúss og utan. Meðal þess sem er í boði eru aðvörunarmerkingar, leiðarlínur, leiðarrendur, bólur, hnappar, merkjanlegar flísar, fjölbreytt úrval upphleyptra yfirborðsmerkinga. Einnig eru í boði merkingar á punktaletri.

Vöruframboð Handi Friendly má finna hér.