Ný gjaldskrá Strætó tók gildi 3. janúar 2019.

Á fundi stjórnar Strætó bs. 7. desember sl. var samþykkt að breyta gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagsþróun. 

Gjaldskráin verður hækkuð að meðaltali um 3,9%. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verður 470 kr. eftir breytingu. Kostnaðarhlutdeild notenda Ferðaþjónustu Blindrafélagsins hækkar samsvarandi. 

Kristinn Halldór Einarsson,
framkvæmdastjóri.