Kjör í stjórn Blindrafélagsins

Á aðalfundi Blindrafélagsins 11 maí 2019 fór fram kosning í stjórn Blindrafélagsins. Kosnir voru tveir aðalmenn og tveir varamenn til tveggja ára. Alls greiddu 67 félagsmenn atkvæði. Úrslit kosninganna voru eftirfarandi:

Kaisu Hynninen 42 atkvæði, 63%.
Hlynur Þór Agnarsson 40 atkvæði, 60%
Guðmundur Rafn Bjarnason 39 atkvæði, 58%
Rósa Ragnarsdóttir 36 atkvæði, 54%.
Arnþór Helgason 31 atkvæði. 46%
Rúna Ósk Garðarsdóttir 29 atkvæði, 43%.

Kaisu Hynninen og Hlynur Þór Agnarsson eru því réttkjörnir aðalmenn í stjórn Blindrafélagsins til næstu tveggja ára og Guðmundur Rafn Bjarnason og Rósa Ragnarsdóttir eru réttkjörnir varamenn.