Laus leiguíbúð í Hamrahlíð 17

Blindrafélagið auglýsir eftir umsóknum um leigu á búð 411 í Hamrahlíð 17. Íbúðin er um 60 fm og skiptist í stofu, eldhús, bað og svefnherbergi. Mánaðarleiga er um 100 þúsund krónur að viðbættum 6.200 kr húsgjaldi.
Stefnt er að því að leigja íbúðina út frá og með byrjun desember 2018.
Leiguíbúðum Blindrafélagsins er úthlutað á félagslegum forsendum þar sem tillit er tekið til tekna, eigna og félagslegra aðstæðna.

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að leiguíbúðir Blindrafélagsins eru ekki þjónustuíbúðir

Frekari upplýsingar um leiguíbúðir Blindrafélagsins og úthlutunarreglur.

Umsókn ásamt afriti af skattframtali 2018 skal sendar í seinasta lagi 19 nóvember 2018 á:
k h e @blind.is eða
Blindrafélagið,
Kristinn Halldór Einarsson,
Hamrahlíð 17,
105 Reykjavík.