Styrkur til leiðsöguhundaverkefnisins

Fulltrúar frá Heyrnartækni ehf. komu færandi hendi og styrktu leiðsöguhundaverkefni Blindrafélagsins um eina milljón króna. Af því tilefni var boðið til kaffisamsætis í Hamrahlíð 17 þriðjudaginn 13 febrúar þar sem styrkurinn var afhentur.

Aðspurður sagði Sigþór U Hallfreðsson að það værir ánægjulegt að vita til þess að fleiri en við sjáum gagnsemi leiðsöguhunda og þörfina á að fjölga þeim.  En ljóst er að komið er að endurnýjun einhverra þeirra hunda sem hafa verið í notkun og einnig mætti gera meira í að vekja athygli mögulegar notenda á gagnsemi leiðsöguhundanna og hversu öflugt tól þeir geta verið í að auka ferðafrelsi notandans og rjúfa félagslega einangrun.

 Á myndinni eru Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, Anna Kristín Gunnarsdóttir með leiðsöguhundinn Skugga, Anna Linda Guðmundsdóttir frá Heyrnartækni, Sigþór U Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, Björn Víðisson frá Heyrnartækni og Lilja Sveinsdóttir varaformaður Blindrafélagsins og leiðsöguhundurinn Oliver

Á myndinni eru Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins, Anna Kristín Gunnarsdóttir með leiðsöguhundinn Skugga, Anna Linda Guðmundsdóttir frá Heyrnartækni, Sigþór U Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, Björn Víðisson frá Heyrnartækni og Lilja Sveinsdóttir varaformaður Blindrafélagsins og leiðsöguhundurinn Oliver