Tilnefning til Hvatningarverðlauna ÖBÍ.



Verðlaunaflokkarnir eru þrír, flokkur:
1. Einstaklinga
2. Fyrirtækja/stofnana
3. Umfjöllunar/kynningar

Verðlaunin eru veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr og endurspeglað
nútímalegar áherslur um jafnrétti, sjálfstætt líf og þátttöku fatlaðra í samfélaginu og stuðlað að einu samfélagi fyrir alla. Tilnefna má sömu aðila og tilnefndir voru í fyrra ef vitað er að þeir séu vel að verðlaununum komnir. Vinsamlegast sendið tilnefningar rafrænt á eyðublaði sem finna má á heimasíðu ÖBÍ á slóðinni:


Einnig má prenta eyðublaðið út og senda í hefðbundnum pósti til Kristínar M. Bjarnadóttur starfsmanns nefndarinnar á skrifstofu ÖBÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík.

Jafnframt eru félögin hvött til að vekja athygli félagsmanna sinna á verðlaununum og leita til þeirra um tilnefningar, með útsendingu fjölpósts og tengingu ofangreindrar slóðar inn á heimasíðu félagsins. Það er einlæg von okkar að aðildarfélögin og ÖBÍ hjálpist að við að gera daginn sem glæsilegastan. 

Undirbúningsnefndina skipa:
Björn Magnússon, Félagi nýrnasjúkra.
Elín Hoe Hinriksdóttir, ADHD samtökunum.
Karl Þorsteinsson, Ás styrktarfélagi.
Sigrún Birgisdóttir, Einhverfusamtökunum.
Snævar Ívarsson, Félagi lesblindra á Íslandi.
Valur Höskuldsson, MND félaginu á Íslandi.
Vignir Ljósálfur Jónsson, HIV-samtökunum.

Leggjumst öll á eitt og vekjum mikla og jákvæða athygli á verðlaununum .

Með kveðju,
Sigrún Birgisdóttir, 
formaður undirbúningsnefndar,
Hvatningarverðlauna ÖBÍ.

http://www.obi.is/is/um-obi/hvatningarverdlaun-obi/hvatningarverdlauneydublad