Úrslit í kjöri til stjórnar Blindrafélagsins

Aðalfundur Blindrafélagsins var haldinn laugardaginn 6. maí. Á fundunum var farið í gegnum hefðbundin aðalfundarstörf.

Kosnir voru tveir aðalmenn og tveir varamenn í stjórn félagsins til tveggja ára. Samtals greiddu 93  atkvæði í stjórnarkjörinu, 72 utankjörstaða og  21 á kjörstað Atkvæði féllu með eftirfarandi hætti

  • Hjalti Sigurðsson: 61 atkvæði, 47 utankjörstaða og 14 á kjörstað. 
  • Rúna Garðarsdóttir: 56 atkvæði, 44 utankjörstaða og 12 á kjörstað.
  • Rósa Ragnarsdóttir: 53 atkvæði, 43 utankjörstaða og 10 á kjörstað.
  • Guðmundur Rafn Bjarnason: 50 atkvæði, 36 utankjörstaða og 14 á kjörstað.
  • Inga Sæland: 41 atkvæði, 32 utankjörstaða og 9 á kjörstað.
  • Sigurður G. Tómasson: 31 atkvæði, 27 utankjörstaða og 4 á kjörstað.
  • María Hauksdóttir: 26 atkvæði, 22 utankjörstaða og 4 á kjörstað.
  • Vilhjálmur H. Gíslason: 21 atkvæði. 17 utankjörstaða og 4 á kjörstað.

Hjalti og Rúna eru því kosin sem aðalmenn og Rósa og Guðmundur Rafn verða varamenn í stjórn Blindrafélagsins til næstu tveggja ára.