Úthlutun úr Stuðningi til sjálfstæðis styrktarsjóði Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins

Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins hefur fjallað um umsóknir sem bárust vegna vorúthlutunar 2018. Samtals er úthlutað 20 styrkjum að upphæð 1,7 mkr. 

Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins úthlutar hann styrkjum í eftirfarandi flokkum:

  1. Náms-, ferða- og ráðstefnustyrkir til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða að hagsmunamálum þeirra .

  2. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

  3. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum og öðrum mikilvægum búnaði.

  4. Verkefnastyrkir til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

 

Samþykkta styrki má sjá hér: