Fundargerð stjórnar nr. 6 2016-2017

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varaformaður, Baldur Snær Sigurðsson (BSS) ritari, Rósa María Hjörvar (RMH) gjaldkeri, Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) meðstjórnandi, Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varamaður, María Hauksdóttir (MH) varamaður og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: 

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:30 og bauð fundarmenn velkomna.

Tillaga að dagskrá var samþykkt.

Lýst eftir öðrum málum: Lilja Sveins

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 5. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum, var samþykkt með smávægilegri athugasemd.

3. Skýrslur

Í skýrslu formanns var fjallað um:

       RP NORDEN 8-11 júní.

       EM í fótbolta.

       Fundur með Átaki 21/6.

       Erindi frá Eir 20/6 til stofnaðila.

       Af norrænu samstarfi.

       Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

       Ferðaþjónustu.

       Vorhappadrætti Blindrafélagsins 2016.

       Fundur fólksins.

       Umsóknir um leiguíbúð í Hamrahlíð 17.

       Úthlutun úr Styrktarsjóði Richards og Dóru.

HSG vakti máls á happadrættinu og mikilvægi þess að skoða samsetningu þeirra sem kaupa miða og að þörf sé á að setja af stað bakhjarlasöfnun.
HSG vakti einnig athygli á reglum um úthlutun á leiguíbúðum félagsins sem finna má á heimasíðu félagsins. Í þeim reglum segir að formaður, framkvæmdastjóri og félagsráðgjafi sitji í úthlutunarnefnd, en svo hafi ekki verið lengi.
KHE útskýrði að í seinustu úthlutunum hafi umsóknirnar verið settar upp í skjal nafnlausar það sem bornar eru saman upplýsingar um tekjur, eignir, skuldir, núverandi húsnæðisaðstæður og félagslega stöðu. Tveir starfsmenn Blindrafélagsins ásamt félagsráðgjafa frá ÞÞM fara svo yfir umsóknirnar og mæla með hvaða umsókn verður fyrir valinu. Til stendur að úthlutunin sem nú er framundan verði unnin með þessum hætti. Engar athugasemdir voru gerðar við það af stjórn.

4. Bréf og erindi.  

Erindi frá Eir þar sem óskað er eftir samþykki við að fjölga í fulltrúaráði. Beiðnin var samþykkt.

RMH: Gerði grein fyrir erindi frá dönsku Blindrasamtökunum um hvort að Blindrafélagið hefði áhuga á þátttöku í 2ja ára punktaletursverkefni. RMH mun vera í samskiptum við dönsku samtökin.

5. Stefnumótið.

Sigurborg K Hannesdóttir ráðgjafi kom sem gestur á fundinn til að fara yfir skilaboð stefnumótsins þann 25 maí síðastliðinn. Stjórnarmenn sem tóku þátt í stefnumótinu voru sammála um að vel hefði tekist til. Sigurborg fór síðan yfir hvernig hún myndi vilja koma að því með stjórninni að vinna áfram með skilaboð stefnumótsins. Hún fór síðan yfir þau skilaboð sem komu úr stefnumótinu.  Miklar umræður sköpuðust um einstök skilaboðin og hvernig best væri að vinna úr þeim. Varðandi einstök og ítarlegri efnisatriði vísast í gögn frá stefnumótinu.

Niðurstaða umræðunnar var að þörf væri á að dýpka umræðuna um tiltekin efnisatriði sem skiptar skoðanir eru um á þessu stigi.

6. Önnur mál.

LS gerði grein fyrir hugmyndum innan Reykjavíkurborgar varðandi endurnýjun á götuvitum. Svo virðist vera sem að skipta eigi út götuvitum og hljóðgjafa án þess að nokkuð samráð hafi verið haft við Blindrafélagið eða ÞÞM. Samþykkt var að SUH og LS myndu skrifa bréf til Reykjavíkurborgar og vekja athygli á afstöðu félagsins í þessum málum.

Fundi slitið kl. 20:30

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.