Fundargerð stjórnar nr. 12 2018-2019

Fundargerð 12. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2018 – 2019, haldinn laugardaginn 19. janúar kl. 12:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður.
Fjarverandi: Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður og Hjalti Sigurðsson (HS) ritari.

1. Fundarsetning og dagskrá.

Formaður (SUH) setti fundinn kl. 12:15 og bauð fundarmenn velkomna þennan fund sem haldinn er með fulltrúum Ungblindar sem hluti af eRasmus verkefninu „Stefnumót kynslóðanna.“ Frá Ungblind voru mætt: Eyþór Kamban Þrastarson, Helga Dögg, Sandra Dögg, Katrín Hekla og Marjakaisa starfsmaður Blindrafélagsins.

Almennar umræður urðu um mennta og atvinnumál og stefnumótun Blindrafélagsins í þeim efnum og hvort ástæða væri til breytinga þar. Einnig var rætt um mismunandi þjónustu sem að mætir blindum og sjónskertum nemendum í framhaldsskólum og réttindi nemenda til aðstoðar, aðlögunar og mikilvægi þess að vinna að viðhorfsbreytinga til atvinnuþátttöku fatlaðs fólks.

Rætt var um að Ungblind myndi kynna fyrir blindum og sjónskertum framhaldsskólanemendum réttindi þeirra til þjónustu til að mæta sérþörfum þeirra.

Ákveðið var að efna til málstofu um réttindi blindra og sjónskertra nemenda í framhalds- og háskólum á komandi vori.

Ungblind kynnti stjórn þá hugmynd að efna til samstarfs við Kvikmyndaskólann um gerð fræðslumyndar eða stuttra myndskeiða í þeim tilgangi að hafa áhrif á viðhorf almennings. Hugað verði að því að skapa sumarstörf í tengslum við slíkt verkefni.

Ákveðið var að taka tillöguna til skoðunar á vettvangi stjórnar.

Fundi var slitið kl. 14:05.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson