Fundargerð stjórnar nr. 4 2019-2020

Fundargerð 4. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2019 – 2020, haldinn miðvikudaginn 4. september kl. 16:00 að Hamrahlíð 17.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) gjaldkeri, Hlynur Þór Agnarsson (HÞA) meðstjórnandi, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður var í símasambandi og Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Fjarverandi: Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður,

1. Fundarsetning og lýst eftir öðrum málum.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Önnur mál: EKÞ, LS

2. Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerðir 3. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykkt samhljóða.

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallaði um:

 • 80 ára afmæli Blindrafélagsins.
 • Samstarfsverkefni um erfðafjárgjafir.
 • Heimsókn forseta Íslands og áttatíu ára afmæli Blindrafélagsins 19 ágúst.
 • Fræðsluerindaröðina.
 • Ráðstefna um heilatengda sjónskerðingu CVI í október 2019.
 • UNK ráðstefnan 26 – 30 ágúst og NSK/NKK fundur.
 • Mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • 80 ára afmæli Blindrafélagsins.
 • Framkvæmdir og húsnæðismál.
 • Starfsmannamál.
 • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
 • Hljóðbókasafn Íslands.
 • Sjóntrygging bakhjarla Blindrafélagsins.
 • Undirbúningur fyrir RIWC2020.
 • Af vettvangi Almannaróms.

Nordica samþykkti kröfu Blindrafélagsins um lækkun reiknings vegna veitinga og streymis.

Engin innsend erindi lágu fyrir.

4. Inntaka nýrra félaga.

Vegna sumarleyfa þá hefur ekki unnist tími til að taka saman lista yfir nýja félagsmenn. Því liggja ekki fyrir umsóknir um félagsaðild.

5. Samningur við TM um sjóntryggingu.

Eftir vinnu sem staðið hefur yfir nánast allt þetta ár liggur nú fyrir samningur milli Blindrafélagsins og TM um að allir bakhjarlar Blindrafélagsins verði tryggðir hjá TM fyrir því að missa sjón vegna slyss. Vátryggingarupphæðin er 10 milljónir króna. Þessi samningur er gerður í framhaldi af því að AIG tryggingarfélag sem Blindrafélagið hefur keypt sambærilega tryggingu af undanfarin ár, hafnaði því að endurnýja sjóntrygginguna fyrir yfirstandandi ár. Iðgjaldið mun verða um 140 krónur á haus sem gæti þýtt að árlegur kostnaður verði um 700.000 krónur miðað við 5000 sjóntrygga bakhjarla.

Samningurinn, sem sendur hafði verið stjórnarmönnum fyrir fundinn, var samþykktur samhljóða af stjórn.

6. Dagur Hvíta stafsins.

SUH sagði frá því að ÞÞM hefði áform um að vera með opið hús á degi Hvíta stafsins. Lagði hann til að Blindrafélagið myndi einnig vera með opið hús og að dagskrá þriðjudags Opna hússins myndi taka mið af því. Að auki áformar Ungblind að standa fyrir pubquiz.

7. Samráðsfundur 13. september.

SUH gerði grein fyrir því að samráðsfundur félagsins yrði haldinn föstudaginn 13 september. Farið var yfir tímalínu fundarins. Hópastarfið verði kynnt af EKÞ en það mun ganga út á tveimur til þremur þemum sem tengjast „Stuðningi til sjálfstæðis, svo sem eins og Hvíta stafnum, atvinnu, tækni, menntun o.s.frv.

8. Önnur mál.

LS: Vakti athygli á Envision Al appinu sem er hjálparforrit sem ætlað er að auka sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga. Appið er til skoðunar á skrifstofu félagsins hjá aðgengis teyminu.

EKÞ: Sagði frá þátttöku sinni í EB Youth TC og fundi sem að fyrirhugaður er í nóvember eða desember. Hann lagði til að Blindrafélagið myndi bjóða EBU að hýsa fundinn, sem sóttur verður af 3 – 6 einstaklingum. Var það samþykkt og mun EKÞ koma boðinu áleiðis

Fundi slitið kl. 18:15.
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.