Fundargerð stjórnar nr. 12 2023-2024

Fundargerð 12. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 21. mars 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri: 

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)     

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri

Forföll : RMH

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

Inntaka nýrra félaga

SUH bar upp umsóknir 3. umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Áhugi á stofnun kórs
  • Færnibúðir – Camp Ability
  • List án landamæra – samstarf
  • Evrópsku leiðsöguhundasamtök – aðild
  • NSK fundur 8 febrúar
  • Aðalfundur – reglur um kosningar
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Fjáröflun
  • Framkvæmdir
  • Leigusamningar
  • Húsaleigusamningar leiguíbúða
  • Úthlutun leiguíbúðar
  • Traustkönnun Gallups
  • Máltækniáætlun kynnt

Erindi til stjórnar frá Dagbjörtu Andrésdóttur, Þorkeli J. Steindal og Art Across  varðandi stofnun kórs og ráðningu kórstjóra. Samþykkt var að í samráði við hlutaðeigandi, yrði byrjað á að athuga áhuga félagsmanna á því að taka þátt í kórastarfi.  

Evrópsku leiðsöguhundasamtökin

Í framhaldi af umræðum frá síðasta fundi. SUH gerði grein fyrir að nú lægi fyrir að félagsaðild að Evrópsku leiðsöguhundasamtökunum væru rúmlega 40 þúsund krónur á ári og lagði til að sækja um aðild.

Stjórn samþykkti samhljóma.

Aðalfundur

Farið var yfir fyrirliggjandi kosningareglur frá seinasta aðalfundi, samþykkt var einróma að kosningareglur fyrir komandi aðalfund yrðu óbreyttar frá fyrra ári. Jafnframt var samþykkt að kosning til trúnaðarstarfa hæfust þann 30. apríl og ljúki á aðalfundinum 11 maí.

Hamrahlíð 17

Framkvæmdirnar í Hamrahlíð 17 ganga samkvæmt áætlun.  Sögun fyrir lyftustokk er svo gott sem lokið, einungis á eftir að dýpka stokkinn á 1. hæð. Utanhúss klæðning og önnur útivinna er að fara í gang og innréttingavinna er í fullum gangi. Framkvæmdum við salerni í Blindravinnustofu rými verður lokið fyrir páska.  

Heildarkostnaður við framkvæmdirnar, nýbygging og viðhald, stendur í : 291 milljón króna, - 

Ákveðið var að fá Gísla Ó Valdimarsson byggingarstjóra og Kristmund Eggertsson verktaka á næsta stjórnarfund og fara þá yfir framvindu verksins, tíma og kostnaðaráætlanir ásamt þeim.

Önnur mál 

HSG  gerði grein fyrir skíðaferð heljarmennafélags og íþróttanefndar Blindrafélagsins á stöndum helgina 15-17 mars sl. Þátttakendur voru 9 en vegna veður þurfti að stytta ferðina og var lagt af stað heim á leið á laugardagskvöld.

SDG kom með fyrirspurn hvort stæði til að halda sumarnámskeið fyrir blind og sjónskert börn. KHE svaraði því til að slíkt væri ekki áformað eins og staðan er í dag. SUH benti á að fyrirhugaðar Færnibúðir í október eru miðaðar að þessum hópi.

ÞÞ óskaði eftir því að meiri áhersla yrði lögð á umfjöllun um innra starf félagsins á félagsfundum.

Fundi slitið kl: 16:40

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson