Fundargerð 14. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 –2024, haldinn miðvikudaginn 2. maí 2024, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022 - 2024)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll :
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Ársreikningar 2023
Þær Kristín Waage bókari Blindrafélagsins og Hjördís Ýr Ólafsdóttir löggildur endurskoðandi frá KPMG voru mættar sem gestir á fundinn og fóru ýtarlega yfir ársreikningar félagsins fyrir árið 2023. Ársreikningurinn samanstendur af skýrslu stjórnar og framkvæmdarstjóra, áritun endurskoðenda sem var án athugasemda, rekstarareikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi, skýringum og verkefnasjóði. Að þeirri yfirferð lokinni voru reikningarnir bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.
HSG lýsti ánægju sinni með þróun launakostnaðar í rekstri félagsins.
Inntaka nýrra félaga
Engar nýjar umsóknir lágu fyrir
Aðalfundur
Undirbúningur fyrir aðalfund, sem haldin verður þann 11 maí nk. er á góðu róli. Kosningar hófust þann 30 apríl. Skýrsla og ársreikningar verða lagðir fram þann 3 maí. Ársreikningar munu liggja fram á skrifstofu félagsins og á vefsíðu félagsins blind.is fram að aðalfundi samkvæmt lögum félagsins.
Hjörtur Heiðar Jónsson hefur fallist á að vera fundarstjóri, skipun til annarra verka á aðalfundi og undirbúningi er falin skrifstofu félagsins.
Skýrslur, bréf og erindi.
Bergvin Oddsson hefur sent stjórn og framkvæmdarstjóra kröfu um að fá félagatal Blindrafélagsins til notkunar í kosningarbaráttu fyrir aðalfundur Blindrafélagsins þann 11 maí nk. Kallað var eftir áliti lögmanns félagsins Páll Rúnar M Kristjánsson um réttarstöðu félagins. Páll rakti þær reglur sem gilda um persónuvernd og meðferð viðkvæmra persónuupplýsinga. Stjórn félagsins samþykkti að fela lögmanni félagsins og framkvæmdastjóra að bregðast við þessari kröfu fyrir hönd Blindrafélagsins
Lýst eftir öðrum málum.
Önnur mál
Engin önnur mál
Fundi slitið kl: 17:10
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson