Fundargerð 8. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn fimmtudaginn 30. janúar 2025, kl 13:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : RMH, KHE
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
KKMH, HSG, UÞB
Inntaka nýrra félaga.
SUH bar upp umsóknir 3 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Þjóðfundur ungs fólks 1 febrúar
- Fjáröflun og markaðsmál
- Fjármál
- Framkvæmdir
- Tækni og aðgengismál
- Samráðsfundur stjórnar og starfseininga
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Gervigreindin og aðgengi.
KKMH vakti máls á mikilvægi þess að hafa möguleika á að upplýsa og fræða félagsmenn um tækifæri sem felast í notkun gervigreindar.
Ákveðið er að KKMH hafi samband við tækniráðgjafa Blindrafélagsins og Sjónstöðvar í að skoða þetta mál betur.
Stefnumótun.
SUH kynnti fyrirliggjandi stefnumótunarplagg Blindrafélagsins ásamt samantekt á niðurstöðum samráðsfundi stjórnar og starfseininga þann 17 janúar sl.
Eftir umræður var ákveðið að halda áfram með málið á næsta stjórnarfundi.
Önnur mál.
KKMH sagði frá lokaverkefni sínu í skólanum þar sem hún er að vinna að aðgengilegum leiðarlýsingum innandyra fyrir opinbera staði eins og Hörpu.
HSG ítrekaði mikilvægi þess að spaðaboltaborðið fái varanlegan stað í húsi Blindrafélagsins. Stjórn tekur undir það og samþykkir.
UÞB hrósar þeim sem stóðu fyrir konukvöldinu sem var haldið hjá okkur. Stjórn tók undir og fagnar öllu frumkvæði að fjölbreytni í félagslífi Blindrafélagsins.
Fundi slitið kl: 15:00
Fundargerð ritaði Lára Kristín Lárusdóttir