Félagsfundur

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar fimmtudaginn 14. nóvember kl. 17:00 að Hamrahlíð 17.

Dagskrá fundarins:

  1. Fundarsetning.
  2. Kynning viðstaddra.
  3. Kosning starfsmanna fundarins.
  4. Afgreiðsla fundargerðar seinasta félagsfundar. Fundargerð seinasta félagsfundar er hægt að lesa hér á heimasíðu Blindrafélagsins. Einnig er hægt að hlusta á fundargerðina í Vefvarpinu undir liðnum efni frá Blindrafélaginu, fundargögn vegna aðal og félagsfunda, fundargerðir, núverandi útgáfa.
  5. Erindi:. Kolbeinn Stefánsson kynnir helstu niðurstöður úr skýrslu sem að hann tók saman um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega.
  6. Fyrirspurnir og umræður.
  7. Erindi: Anna Björk Nikulásdóttir framkvæmdastjóri SÍM, (SÍM er hópur fagfólks sem vinnur að fyrsta áfanga Íslenskrar máltækniáætlunar) Anna mun gera grein fyrir starfi hópsins og hvaða afurðir muni koma út úr fyrsta áfanga máltækniáætlunarinnar.
  8. Spurningar og umræður.
  9. Kynning: Vilhjálmur Þorsteinsson kynnir samskiptaappið Embla, sem fyrirtæki hans Miðeind er með í þróun.
  10. Spurningar og umræður.
  11. Önnur mál.
  12. Fundarslit.

Þeir félagsmenn sem ekki sjá sér fært að mæta á fundinn, geta hlustað á hann í beinni útsendingu í Vefvarpi Blindrafélagsins undir liðnum Efni frá Blindrafélaginu, Bein útsending úr sal Blindrafélagsins.

Stjórn Blindrafélagsins.