Þriðjudaginn 11. nóvember næstkomandi, kl. 14:30, verður opinn tími með tækniráðgjöfum Blindrafélagsins og Sjónstöðvarinnar. Við munum hittast í salnum í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Tímarnir eru opnir öllum og allir hjartanlega velkomnir.
Í þessum hitting ætlum við að fá til okkar gesti og ræða um allt sem viðkemur umferli. Við viljum heyra hvernig fólki gengur að ferðast um og hvort það sé að nota hvíta stafi eða forrit til að hjálpa sér til.
Boðið verður upp á kaffi og spjall og aðstoð frá tækniráðgjöfum. Það er velkomið að taka með sér tölvur, síma og tæki sem ykkur vantar aðstoð með, en einnig er öllum hjartanlega velkomið að mæta og hitta aðra. Þetta er gott tækifæri til að mæta og sækja sér jafningjastuðning og heyra frá öðrum hvernig þeim gengur að nota sín tæki og tól.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Baldur Snær Sigurðsson, tækniráðgjafi Blindrafélagsins.
Helena María Agnarsdóttir, tölvu- og tækniráðgjafi Sjónstöðvarinnar.