Blindrafélagið 80 ára

Þann 19. ágúst 2019 verða liðin 80 ár frá stofnun Blindrafélagsins. Af því tilefni mun Blindrafélagið bjóða til hátíðarsamkomu þann dag. Að auki mun félagið verða með dagskrá á Menningarnótt í Tjarnarsal ráðhússins sem sérstakur heiðursgestur Reykjavíkurborgar.

Hátíðardagskrá þann 19 ágúst.  

Afmælisdagskrá Blindrafélagsins hefst á heimsókn forseti Íslands, Hr. Guðna Th. Jóhannessonar í Hamrahlíð 17, hús Blindrafélagsins. Forsetinn mun kynna sér starfsemina sem fram fer í húsinu fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga og fjölskyldur þeirra.
Síðar um daginn, klukkan 16:00, verður efnt til hátíðarsamkomu á Hótel Hilton Nordica. Á dagskrá verða ávörp frá forseta Íslands og formanni Blindrafélagsins Sigþóri U. Hallfreðssyni, Samfélagslampi Blindrafélagsins verður afhentur, Félags og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason skrifar undir samstarfssamning við Blindrafélagið um aðkomu að ráðuneytisins að leiðsöguhundaverkefninu. Nokkrir framúrskarandi tónlistamenn meðal félagsmanna Blindrafélagsins munu sjá um tónlistarflutning á samkomunni.
Allir félagsmenn, bakhjarlar, stuðningsmenn og velunnarar Blindrafélagsins eru boðnir velkomnir á samkomuna á meðan húsrúm leyfir.

Til að geta gert nauðsynlegar ráðstafanir varðandi veitingar þá óskum við eftir því að þeir sem hyggjast mæta skrái sig í síma 525 0000 eða í afgreidsla@blind.is.

Menningar- og listadagskrá Blindrafélagsins á Menningarnótt í Tjarnarsal Ráðhússins.

Í tilefni 80 ára afmælis Blindrafélagsins verður Blindrafélagið sérstakur heiðursgestur Reykjavikurborgar á Menningarnótt og mun standa fyrir viðamikilli dagskrá í Tjarnarsal Ráðhússins frá kl 14:00 – 18:00.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri setur dagskránna klukkan 14:00. Formaður Blindrafélagsins, Sigþór U. Hallfreðsson fylgir henni úr hlaði og Iva Marín Adrichem syngur nokkur lög.
Að setningaathöfn lokinni taka við eftirfarandi viðburðir.
• Myndlistarsýning. Þrír félagsmenn í Blindrafélaginu þau Guðvarður B. Birgisson, Ólöf Valdimarsdóttir og Rut Rebekka Sigurjónsdóttir sýna verk sín.
• Kynning á leiðsöguhundum.
• Kynning á hjálpartækjum fyrir blinda og sjónskerta.
• Kynning á vörum Blindravinnustofunnar.
• Þrautaganga um völundarhús með sjónskerðingargleraugum og hvítan staf.
Á meðan að þessir viðburðir eru í gangi munu eftirfarandi félagar Blindrafélagsins flytja tónlist á
lágstemmdum nótum.
• Kaisu Hynninen á flautu og saxafón og Eyþór Kamban Þrastarson á á gítar.
• Haraldur Gunnar Hjálmarsson á píanó.
• Eyþór Kamban Þrastarson á harmonikku.
• Theódór Helgi Kristinsson (Teddi) á píanó.
Tónleikar klukkan 16:15.
Klukkan 16:15 verður blásið til tónleika þar sem eftirfarandi félagsmenn í Blindrafélaginu koma
fram og flytja eigin tónsmíðar.
• Sölvi Kolbeinsson á saxafón með píanó undirleik Hlyns Þórs Agnarssonar.
• Gísli Helgasson og hljómsveit.
• Hlynur Þór Agnarsson og hljómsveit.
• Már Gunnarsson og hljómsveit.
agskrárlok eru áætluð um kl 18:00.