Boðað til félagsfundar 29. nóvember.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 16:30.
Fundurinn verður í sal Blindrafélagsins 2. hæð í Hamrahlíð 17.
Fundinum verður einnig streymt í vefvarpinu.

Dagskrá:
1. Fundarsetning.
2. Kynning fundargesta.
3. Kostning starfsmanna fundarins.
4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar, sem er neðar í fréttabréfinu.
5. Menntunarmöguleikar blindra og sjónskertra, áhrif stafrænnar þjónustu á nám. Fjallað verður um ógnir og tækifæri blindra og sjónskertra einstaklinga í sístækkandi stafrænu umhverfi.
Framsögur:
Nemendaráðgjafar frá Háskóla Íslands, Ástríður M. Eymundsdóttir náms- og starfsráðgjafi, Hrafnhildur V. Kjartansdóttir náms- og starfsráðgjafi og Þrúður Kristjánsdóttir félagsráðgjafi.
Kennslusvið Háskóla Reykjavíkur. Hrefna Pálsdóttir, forstöðukona kennslusviðs HR.
Rósa María Hjörvar, doktorsnemi við Háskóla Íslands.
Núverandi og fyrrverandi blindir og sjónskertir háskólanemar og fagfólk er hvatt til mæta og taka þátt í umræðunni.
6. Önnur mál.

Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar. Til að hægt verði að áætla veitingar er fólk beðið um að skrá sig á fundinn hjá skrifstofu Blindrafélagsins, á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000.
 
Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður.