Félagsfundur Blindrafélagsins - 23. nóvember.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 23. nóvember klukkan 16:30 í Hamrahlíð 17, 2. hæð.

Hér fyrir neðan má sjá dagskrá fundarins. Gert er ráð fyrir því að fundurinn endi klukkan 19:00. Að fundi loknum verður boðið upp á veisluplatta frá Subway. Þess vegna viljum við biðja fólk að skrá sig fyrirfram á fundinn, með því að hafa samband við skrifstofu Blindrafélagsins, á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000, í síðasta lagi þriðjudaginn 22. nóvember, þannig að hægt sé að áætla veitingar.

Dagskrá félagsfundar 23. nóvember klukkan 16:30.

 1. Formaður Blindrafélagsins setur fund.
 2. Kynning viðstaddra.
 3. Val á fundarstjóra og fundarritara.
 4. Þjónusta sveitarfélaga við blint og sjónskert fólk.
 • Halldór Sævar Guðbergsson, Blindrafélaginu, segir frá reynslu sinni af beingreiðslusamningum í Reykjavík og Akureyri.
 • Aðalbjörg Traustadóttir, skrifstofustjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar, segir frá þeirri þjónustu sem stendur blindum og sjónskertum til boða í Reykjavík.
 • Sandra Dögg Guðmundsdóttir, Blindrafélaginu, segir frá reynslu sinni af því að fá beingreiðslusamning.
  • Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, fer yfir þær áskoranir sem sveitarfélög landsins standa frammi fyrir varðandi þjónustu við blint og sjónskert fólk.
  • Ásdís E. Guðmundsdóttir, Blindrafélaginu, segir frá þeirri þjónustu sem hún fékk í Noregi í samanburði við sveitarfélagið Árborg og frá væntingum sínum um þjónustu í framtíðinni.
  • Pallborð með frummælendum.
 1. Kynning á styrktarsjóðum sem Blindrafélagið heldur utan um í samstarfi við ýmsa aðila.
 • Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.
 1. Önnur mál.

Vill undirritaður hvetja alla félagsmenn til að mæta til að ræða mikilvæg mál sem snerta félagsmenn Blindrafélagsins.

Með félagskveðju og fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Sigþór U. Hallfreðsson,
formaður Blindrafélagsins.