Mikilvægar upplýsingar fyrir Alþingiskosningar 2021.

 

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Smáralind, hægra megin við innganginn niðri hjá Hagkaup og í Kringlunni, á 3. hæð á sama gangi og SAM-bíóin. Best að ganga inn þar sem nú er World Class. Opið er á báðum stöðum frá kl. 10-22 alla daga fram að kjördegi.
 
Þeir félagsmenn sem þurfa á aðstoð að halda á kjörstað þurfa að óska eftir aðstoðinni sjálfir á kjörstað. Ástæðan er sú að starfsmenn á kjörstað mega ekki bjóða aðstoð að fyrra bragði reglum samkvæmt. Eftir að kjósandi hefur óskað eftir aðstoð við atkvæðagreiðslu á viðkomandi að fá þá aðstoð sem hann óskar eftir.
 
Í boði er að fá aðstoð frá starfsmanni á kjörstað eða aðstoðarmanni að eigin vali. Vilji félagsmaður notast við eigin aðstoðarmann þarf aðstoðarmaðurinn að vera búinn að fylla út trúnaðaryfirlýsingu. Mælt er með því að gera það áður en á kjörstað kemur, en eyðublöðin eru einnig til á kjörstað ef þess þarf. Starfsmenn kjörstaða þurfa ekki að fylla slíkt út þar sem þeir eru þegar bundnir trúnaði. Athugið að eyðublöð fyrir aðstoðarmenn eru tvö, eitt fyrir utankjörfundaratkvæðagreiðslu og annað fyrir atkvæðagreiðslu á kjördegi.
 
Hér má sækja eyðublaðið fyrir aðstoðarmann á kjörfundi.
https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Kosningar/Eydublod/Thagnarheit-fulltrua-a-kjorfundi.pdf
 
Hér má sækja eyðublaðið fyrir aðstoðamann utan kjörfundar
https://www.stjornarradid.is/library/03-Verkefni/Kosningar/Eydublod/Thagnarheiti-fulltrua-utan-kjorfundar.pdf
 
Þau skilríki sem kjósandi þarf að hafa meðferðis þurfa að vera löggild. Við mælum með því að notast við vegabréf eða nafnskírteini. Almenn greiðslukort banka eiga einnig að gilda á meðan þau innihalda nafn, kennitölu og mynd af viðkomandi, en eftir vettvangsferð starfsfólks skrifstofunnar á kjörstað virtist það vera misjafnt milli starfsfólks hvort að bankakortin væru fullgild. Þannig mælum við, til að forðast öll vandræði eða tafir, að hafa meðferðis vegabréf eða nafnskírteini.