Sumarhappdrætti 2021 hafið

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfssemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Þar gegnir happdrætti félagsins, með sínum glæsilegu vinningum, veigamiklu hlutverki. Með því að kaupa happdrættismiða tekur þú virkan þátt í að styðja til sjálfstæðis blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.

Hægt að kaupa miða í vefverslun félagsins.

Glæsilegir vinningar: 

Toyota Yaris Elegant Hybrid fimm dyra, sjálfskiptur, að verðmæti kr. 4.470.000

10 gjafabréf frá Erninum reiðhjólaverslun, hvert að verðmæti kr. 500.000

30 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti kr. 300.000

30 gistivinningar fyrir tvo í sjö nætur með morgunverði á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, hver að verðmæti kr. 188.300

35 gistivinningar fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði á þriggja stjörnu Íslandshóteli að eigin vali, ásamt þriggja rétta kvöldverði annað kvöldið, hver að verðmæti kr. 59.900

10 Samsung Galaxy S21+ snjallsímar, hver að verðmæti kr. 189.900    

10 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti kr. 100.000 

Alls 126 skattfrjálsir vinningar að verðmæti kr. 29.114.500. 

Dregið 19. júlí 2021