Vatnsleikfimi í Grensáslaug 2021

Nú ætlum við að hefja aftur vatnsleikfimina af fullum krafti í Grensássundlaug og byrjum miðvikudaginn 1. september. Kostnaðurinn er 8.000 kr. fyrir önnina. Nú er tækifærið fyrir nýtt fólk að koma og vera með.

Athugið breyttan tíma en mæting er klukkan 14:50 og tíminn hefst klukkan 15:00.

Vonumst til að sem flestir mæti og það er í góðu lagi að taka með sér ættingja og vini. Nánari upplýsingar veitir Guðný Guðnadóttir í síma 824-6544 eða Óli Þór í síma 848-8907.

Trimmklúbburinn Edda.