Skráning á aðalfund 26. maí og ósk eftir kjörgögnum.

 


Skráning á aðalfund Blindrafélagsins 26. maí kl. 13:00 er hafin.
Hægt er að skrá sig á fundinn og óska eftir kjörgögnum á heimasíðu félagsins, með því að senda póst á blind@blind.is eða með þvi að hringja í síma 525 0000 á skrifstofutíma.

Visamlega skráið ykkur sen fyrst því eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar og það er gott að geta áætlað fjölda gesta.

Opnað hefur verið fyrir rafræna atkvæðagreiðslu á skrifstofu félagsins og er hægt að kjósa á opnunartíma skrifstofunnar fram til kl. 16:00 miðvikudaginn 25. maí.

Félagsmenn geta greitt atkvæði með eftirfarandi hætti:

a) Í rafrænni kosningu í aðgengilegu og öruggu kosningakerfi.
b) Í rafrænni kosningu með aðstoð frá skrifstofu félagsins.
c) Í rafrænni kosningu á aðalfundi.