Tilkynning til allra félagsmanna

Kæru félagar. 

Vegna neyðarstigs almannavarna hefur skrifstofa Blindrafélagsins gripið til eftirfarandi ráðstafana er varða umferð um skrifstofu félagsins og hús Blindrafélagsins: 

  • Skrifstofa Blindrafélagsins er læst. Fólk er beðið að hringja í félagið ef það vantar upplýsingar eða aðstoð. 

  • Ef fólk á erindi í hús félagsins er grímu og hanskaskylda ávallt þar sem ekki er hægt að tryggja 1 metra regluna. 

  • Opið hús verður lokað fyrir gestum í sal en dagskrá verður send út í Vefvarpi félagsins. Við hvetjum því félagsmenn að kveikja á Vefvarpinu kl. 13:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og hlusta á dagskránna undir liðnum „Efni frá Blindrafélaginu“ og „Bein útsending úr sal félagsins“. 

  • Starfsfólk skrifstofunnar hefur verið skipt í vinnu hópa og flestir sem geta unnið heima eru að gera það. 

Þessar ákvarðanir eru teknar með nýjar sóttvarnarreglur í huga og er ætla að verja heilsu okkar allra.  Ekki fara í óþarfa erindi. Fylgjum fyrirmælum Almannavarna og Sóttvarnalæknis og sínum samstöðu í þessum aðgerðum. Þvoum okkur um hendurnar og ef vatn og sápa eru utan seilingar er gott að nota handspritt. 

Bestu kveðjur. 

Starfsfólk Blindrafélagsins.