Elfa Svan­hildur nýr for­stjóri Þjónustu- og þekkingar­mið­stöðvar

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað Elfu Svanhildi Hermannsdóttur, framkvæmdastjóra Infomentor, í embætti forstjóra Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Elfa er skipuð til fimm ára og tekur til starfa 1. mars næstkomandi.

Við hjá Blindrafélaginu bjóðum Elfu velkomna og hlökkum til samstarfsins.

 

Frétt á heimasíðu Miðstöðvarinnar.