Félagsfundur 23. mars 2022.

Stjórn Blindrafélagsins boðar til félagsfundar miðvikudaginn 23. mars klukkan 16:00.

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.
  2. Kynning fundargesta.
  3. Kjör starfsmanna fundarins.
  4. Afgreiðsla fundargerðar síðasta félagsfundar.
  5. Kynning á niðurstöðum úttektar á þjónustunni við blint og sjónskert fólk.
  6. Önnur mál.

Fundurinn verður bæði rafrænn og í sal Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Þau sem hyggjast vera með á fundinum rafrænt þurfa að skrá sig á fundinn fyrirfram. Skráning fer fram í síma 525 0000 eða á blind@blind.is.

Fyrir hönd stjórnar Blindrafélagsins,
Sigþór U. Hallfreðsson, formaður.