Fræðslufundur á vegum RP og AMD -deilda Blindrafélagsins

Fræðslufundur á vegum RP og AMD -deilda Blindrafélagsins haldinn að Hamrahlíð 17 kl. 17:00 21. september 2016.

Fundarefni: Upplýsingar um læknisfræðilegar athuganir og árangur, sem náðst hefur í meðhöndlun rp og amd-sjúkdóma, en þær eru byggðar á því, sem kom fram á alþjóðlegu RP-þingi, sem haldið var í Tai Pei á Taiwan í júlí 2016.

Fundarstjóri: Sigurður G. Tómasson.

Heildartími: 1 klst. og 13 mín.

Efnisyfirlit:

1. Fundarsetning Sigþórs U. Hallfreðssonar formanns Blindrafélagsins , upphafsorð fundarstjóra og erindi Kristins H. Einarssonar framkvæmdastjóra Blindrafélagsins og stjórnarmanns í Retina international, um nýjustu rannsóknir og læknisfræðilegar tilraunir á rp og amd-sjúkdómum.
47:06 mín.

2. Nokkur orð frá Sigþóri U. Hallfreðssyni um reynslu hans.
14:06 mín.

3. Umræður og fundarslit.
Til máls tóku: Sigurður G. Tómasson, Sigþór U. Hallfreðsson, Kristinn H. Einarsson, Elín Bjarnadóttir, Lilja Sveinsdóttir, Guðrún Skúladóttir, Alexander Hrafnkelsson og fleiri.