Fundargerð 11. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2025, kl 15:00.
Stjórn og framkvæmdastjóri:
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2024 - 2026)
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri
Forföll : RMH
Fundarsetning
SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.
Lýst eftir öðrum málum.
Engin önnur mál.
Inntaka nýrra félaga.
SUH bar upp umsóknir 10 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.
Skýrslur, bréf og erindi.
Í skýrslu formanns var fjallað um:
- Atvinnuþátttaka blindra og sjónskertra
- NSK fundur 12 mars
- Færnibúðir 10-12 október
- Þátttakendur á CampAbility búðir í USA í sumar
- Stefnumótun
- Formannafundur ÖBÍ
- Aðalfundur 10 maí
- Á döfinni og mikilvægar dagsetningar
Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:
- Ársreikningar Blindrafélagsins
- Aðalfundur Blindrafélagsins 10. maí
- Staða framkvæmda á 5 hæð
- Ráðherraheimsókn
- Fjáraflanir
- Leiðsöguhundaverkefni
- Umsóknir um styrk í stuðningi til sjálfstæðis
- Starfsmannamál
- Aðgengi og tækni
Stjórn samþykkti að úthluta mætti allt að 5 mkr sem er heildar ráðstöfunarfé sjóðsins.
Ársreikningar 2024.
Gerður Þóra Björnsdóttir endurskoðandi frá KPMG kom sem gestur á fundinn og fór ýtarlega yfir ársreikninga félagsins 2024. Við yfirferð komu í ljós misræmi í flokkun á milli deilda sem verður leiðrétt áður en endanlegur ársreikningur verður sendur til stjórnar til frekari yfirlestrar og skoðunar. Komi engar athugasemdir fram verða reikningarnir bornir upp til samþykktar á stjórnarfundi 15 apríl nk.
Almenn ánægja var meðal stjórnarmanna með ársreikninga félagsins fyrir árið 2024.
Aðalfundur.
Aðalfundur Blindrafélagsins 2025 verður haldinn laugardaginn 10 maí nk. og er boðað til hans með 4 vikna fyrirvara skv. lögum félagsins í fréttabréfi, vefvarpi og á heimasíðu félagsins.
SUH fór yfir kosningareglur félagsins og voru þær samþykktar óbrettar frá fyrra ári.
Kosningar munu hefjast þriðjudaginn 29 apríl.
Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fundi slitið kl: 17:56
Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson