Fundargerð stjórnar nr. 14 2021-2022

Fundargerð 14. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2021 – 2022, haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 15:00   

Stjórn og framkvæmdastjóri:  

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varaformaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) gjaldkeri, Kaisu Hynninen (KH) ritari, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður. Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður.   
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,  

Forföll: ÞÞ, HSG

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Afgreiðsla seinustu fundargerðar.

Fundargerð 13. fundar sem legið hefur frammi á Teams svæði stjórnar, var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænna undirritunar.

Lýst eftir öðrum málum.

RR

Aðalfundur 2022 – Ályktanir.

Fyrir fundinum lágu drög að eftirfarandi ályktunum.

  1. Ályktun Blindrafélagsins um frumvarp til laga um leigubifreiðar.
  2. Ályktun – Evrópska aðgengistilskipunin innleidd á Íslandi
  3. Ályktun – Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Farið var yfir ályktanirnar og samþykkta að stjórn leggi þær fyrir aðalfund.

Önnur mál.

RR ræddi um hlutverk ritnefndar fyrir Víðsjá.

RR velti fyrir sér hvort Íslendingar hefðu aðgengi að evrópska öryrkjakortinu (Europian Disabiltiy card) sem veitir aðgang að ýmiskonar aðstoð og afsláttum í Evrópu.

DK, ÁEG og EKÞ sem eru að ljúka sínu kjörtíma þökkuðu fyrir samstarfið á tímabilinu, aðrir fundarmenn tóku undir það og þökkuðu sömuleiðis fyrir gott og ánægjulegt samstarf.

Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 14. fundar lesinn upp og samþykkt samhljóða og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar undirritunar.

SUH þakkaði stjórnarmönnum kærlega fyrir samstarfið á starfsárinu og óskaði þeim allra heilla.   

Fundi slitið kl: 16:00

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson