Fundargerð stjórnar nr. 2. 2018-2019

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) (Símasambandi) gjaldkeri, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður (símasambandi), Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Hjalti Sigurðsson (HS) ritari og Lilja Sveinsdóttir (LS).

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum.

2.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 1. fundar, sem send var stjórnarmönnum fyrir fundinn var samþykkt samhljóða

3. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

1.       Fundur um leiðsöguhunda 5. júní.        
2.       MeToo og hvað svo, rannsóknartillaga. 
3.       Ferðafrelsi leiðsöguhunda.         
4.       Aðalfundur Blindravinnustofunnar 31. maí.
5.       Aðalfundur TMF 30. maí.
6.       Námskeið stuðningsfulltrúa 28. og 29. maí.
7.       Fundur með stjórnendum Miðstöðvarinnar 24. maí.
8.       Aðalfundur Almannaheilla 16. maí.
9.       Samráðsfundur RP norden 22.-24. ágúst.
10.     Punktaletursverkefni.
11.     Erlent og innlent samstarf, mikilvægar dagsetningar. 

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

1.       Fjáraflanir.
2.       Endurnýjun húsaleigusamnings við Augnlækna Reykjavíkur.
3.       Viðhaldsframkvæmdir.     

4.       Skipt um símaþjónustu aðila.
5.       Erfðafjárgjöf.
6.       Almannarómur – Miðstöð um máltækni.
7.       Leiðsöguhundaverkefnið. 
8.       Ungblind fær styrk til þátttöku í erlendu samstarfi leiðsöguhundaverkefnið.   
9.       Göngubretti að gjöf.

Erindi:
Bréf frá Ivu Marin vegna ferðaþjónustusamnings Blindrafélagsins og Kópavogs. Efni bréfsins verður rætt undir liðnum ferðaþjónusta.

4. Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

5. Starfsáætlun stjórnar júní til desember.

SUH lagði fram tillögu að starfsáætlun, en inni í henni er einnig útgáfuáætlun Valdra greina. Farið var yfir áætlunina og lítilsháttar breytingar gerðar

Júní.
16. maí (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 1.
6. júní (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 2.
6. júní (miðvikudagur)  Dagur sjónskertra.
8. júní (föstudagur) Valdar greinar 11 tbl.
29. júní (föstudagur) Valdar greinar 12 tbl.

Júlí.
4. júlí (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 3.
6. júlí (föstudagur) Valdar greinar 13 tbl.
Sumarfrí – boðað verður til stjórnafundar ef tilefni verður til.

Ágúst.
10. ágúst (föstudagur) Valdar greinar 14 tbl.
15. ágúst (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 4.
19. ágúst (sunnudagur)  79 ára afmæli Blindrafélagsins.
22. – 24. ágúst (miðvikudagur til föstudags) RP-norden í Noregi.
24. ágúst (föstudagur) Valdar greinar 15 tbl.

September.
5. september (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 5.
6. september (fimmtudagur) Vinnudagur stjórnar (Stefnumótun - SVÓT).
7. september (föstudagur) Valdar greinar 16 tbl.
7.  – 8 september (föstudagur og laugardags) LÝSA (fundur fólksins)  Akureyri.

14. september (föstudagur) Samstarfsfundur stjórnar, deilda og nefnda.
21. september (föstudagur) Valdar greinar 17 tbl.
26. september (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr 6.
26. september (miðvikudagur) Hádegisspjall.

Október.
5. – 6. október (föstudagur til laugardags)  Aðalfundur ÖBÍ.
5. október (föstudagur) Valdar greinar 18 tbl.
11. október (fimmtudagur) Alþjóðlegi sjónverndardagurinn.
15. október (mánudagur)  Dagur hvíta stafsins.
16. október (þriðjudagur) Stjórnarfundur nr. 7. Ath. Breyttur tími.
19. október (föstudagur) Valdar greinar 19 tbl.
18. – 21. Október (miðvikudagur til sunnudags) Norræna kvennaráðstefnan í Malmö.
21. – 22. Október (Sunnudag til mánudags) NSK og NKK í Malmö.
31. október (miðvikudagur) Hádegisspjall.

Nóvember.
2. nóvember (föstudagur) Valdar greinar 20 tbl.
7. nóvember (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 8.
8. nóvember (fimmtudagur) Félagsfundur. (eða fimmtudaginn 14.)
16. nóvember (föstudagur) Valdar greinar 21 tbl.
28. nóvember (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 9.
29. nóvember  (miðvikudagur) Hádegisspjall.
30. nóvember (föstudagur) Valdar greinar 22 tbl.

Desember.
12. desember (miðvikudagur)  Stjórnarfundur nr. 10. ‚(frekar en 19:-) )
14. desember (föstudagur) Valdar greinar 23 tbl.

6. RIWC2020 og RP Norden
SUH og KHE gerðu grein fyrir undirbúningi RIWC 2020. m.a fundi sem KHE og Helgi Hjörvar, formaður undirbúningsnefndar, áttu með Landsbankanum varðandi það að bankinn verði einn af aðal stuðningsaðilum verkefnisins, sem vel var tekið í.

Nú þegar að slétt tvö ár eru í ráðstefnuna þá var sendur tölvupóstur á allt tengslanet RI, aðildarfélög, vísindasamfélag og stuðningsaðila og minnt á að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið að fara huga að því að mæta á RIWC í Reykjavík í júní 2020. Vakin var athygli á heimasíðu ráðstefnunnar RIWC2020.is varðandi upplýsingar.

Umræður sköpuðust um fjárhagslegan ramma ráðstefnunnar og þann ásetning Blindrafélagsins að láta ráðstefnuna standa undir sér. Fyrsta kostnaðaráætlun frá CP Reykjavík, sem sjá mun um allt skipulag ráðstefnunnar, hljóðar uppá 20 mkr. í fastan kostnað og annað eins í kostnað vegna fyrirlesara. Annar kostnaður er svo nátengdur fjölda þátttakenda. Tekjur munu koma í gegnum ráðstefnugjöld og stuðningsaðila.

7. Könnun á tíðni kynbundins ofbeldis.

SUH kynnti rannsóknartillögu frá Gallup sem miðar að því að spyrja félagsmenn Blindrafélagsins um ýmiskonar neikvæð samskipti, einelti og kynferðislega áreitni. Farið var yfir rannsóknartillögu og tillögur að spurningum. Ákveðið að fá starfsmann Gallup til að fara yfir þær með þeim stjórnarmönnum og fulltrúum Jafnréttisnefndar sem áhuga hafa á að taka þátt í að móta spurningarnar.

8. Ferðaþjónusta.

SUH kynnti bréf frá Ivu Marin þar sem að hún lýsir yfir „talsverðum vonbrigðum með nýgerðan ferðaþjónustusamning milli Blindrafélagsins og Kópavogsbæjar“ sem hún segir að hennar mati innihaldi marga stóra galla. Gallana segir hún vera þá að stór notendum sé gert að greiða of hátt verð fyrir þjónustuna og að þjónustutíminn sé of takmarkaður.

Í umræðum stjórnarmanna var á það bent að samningurinn við Kópavogsbæ væri árangur 20 ára  baráttu, sem fól í sér að ná samningum við Kópavog um sambærilega ferðaþjónustu og hefur verið í gildi í Reykjavík meira en 20 ár. Kópavogur er það sveitarfélag þar sem búa næst flestir lögblindir einstaklingar. Samningurinn við Kópavogsbæ, líkt og við Reykjavík, tekur mið af því að samið er út frá hagsmunum heildarinnar. Hins vegar þá er byggt á því grundvallar atriði að ferðaþjónustan uppfylli persónulegar þarfi notenda. Það er því hlutverk sveitarfélagsins að gera ráðstafanir ef þörfum einstaklinga innan samningsins er ekki mætt með þeim almennu ákvæðum sem í samningnum eru eða þeim reglum sem sveitarfélagið hefur sett sér varðandi ferðaþjónustu við fatlað fólk. Þegar upp er staðið eru það sveitarfélögin sem að bera lagalega ábyrgð á ferðaþjónustu þeirra fötluðu einstaklinga sem að ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur.

SUH vakti athygli á nýjum ferðaþjónustusamningi við Bláskógabyggð. Ákveðið var að vekja athygli lögblindra félagsmanna búsettum út á landi á möguleikanum á að fá sveitarfélagið sitt til að semja um ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, eins og gert hefur verið í nokkrum tilvikum, nú seinast Bláskógabyggð.

SUH kynnti það álit lögmanns félagsins að ekki væru góðar lýkur á að ferðaþjónustukrafa Bergvins Oddssonar á hendur Vestmannaeyjabæjar yrði samþykkt fyrir dómi. Veikleikar í  kröfugerðinni væru einfaldlega of miklir, sjá fyrirliggjandi niðurstöðu Úrskurðanefndar Velferðarráðuneytisins. Stjórn féllst á mat lögmanna félagsins og ákveðið var að fara ekki með málið fyrir dóm.

9. Nefndir.

Ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka þátt í nefndarstarfi. Málinu að öðru leiti frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl 18:45.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.