Fundargerð stjórnar nr. 2 2023-2024

Fundargerð 2. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 – 2024, haldinn miðvikudaginn 14. júní kl. 14:00.

Stjórn og framkvæmdastjóri:

Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022 - 2024)     

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022 - 2024)      

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2022 - 2024)

Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2022 - 2024)

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022 - 2024)     

      

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.     

Forföll:  HSG

Fundarsetning      

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.

Afgreiðsla fundargerðar      

Fundargerð seinasta fundar var samþykkt og verður send stjórnarmönnum til rafrænnar staðfestingar. 

Lýst eftir öðrum málum. 

Inntaka nýrra félaga     

SUH kynnti umsóknir 7 nýrra félaga fyrir maí mánuð. Félagsaðild þeirra var samþykkt með fyrirvara um samþykki aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.      

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • RP-Norden 9-11 júní
  • Aðalfundur Retina International
  • Aðalfundur ÖBÍ réttindasamtaka 6 – 7 október
  • Vika sjónlýsinga – Alþjóða sjónverndardagurinn 13 október og Dagur Hvíta stafsins 15 október.         
  • Fundur norrænna punktaletursnefnda 25 – 26 október.
  • „Sjáðu, finndu nýttu“ Ráðstefna 27 – 28 október
  • Aðalfundur Blindravinnustofunnar.
  • NSK vinnuhópar.
  • Á döfinni framundan og mikilvægar dagsetningar.

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:   

  • Ferðaþjónustan
  • NaviLens
  • KSÍ - Sjónlýsing á Knattspyrnuleikjum
  • Framkvæmdir
  • Sumarhappdrætti
  • Bakhjarlar
  • Húsaleigusamningu
  • Rekstraráætlun 2023 til upplýsingar.
  • Kristín Waage bókari og KHE gerðu grein fyrir rekstraryfirliti fyrstu þriggja mánaða ársins. Reksturinn er í öllum aðalatriðum á áætlun.
  • Þessi kynning er sett á dagskrá til að upplýsa nýjan stjórnarmann um stöðuna.

Hamrahlíð 17.

Kristmundur Eggertsson húsasmíðameistari var mættur á fundinn og gerði stjórn grein fyrir framgangi framkvæmda við hækkun Hamrahlíðar 17 um eina hæð. Verkið er þar statt að byrjað er að smíða þakið og er það á áætlun.

KHE svaraði fyrirspurn UÞB um fyrirkomulag á úthlutun leiguíbúða og biðlista.

Umræður urðu um nýja leigusamninga sem unnið er að því að setja upp.

Önnur mál.  

Helga Dögg Heimisdóttir gerði grein fyrir aðalfundi Ungblindar sem var haldinn 7. Júní. Á fundinum var Margrét Helga Jónsdóttir kjörinn formaður, aðrir kjörnir í stjórn Dagbjört Andrésdóttir, Daníel Anton Benediktsson, EliOna Gjecaj og Sigrún Hekla Sigmundsdóttir.

Fundi slitið kl. 16:00

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.