Fundargerð stjórnar nr. 3 2020-2021

Fundargerð 3.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 16.12.2020 kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður  Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ), ritari, Ásdís Guðmundsdóttir (ÁG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA).

Fundurinn var haldinn í gegnum Teams fjarfundarbúnaðinn.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð  2. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt samhljóða.

Önnur mál: Engin mál boðuð.

3.     Inntaka nýrra félaga.

Engar umsóknir lágu fyrir.

4.     Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Réttinda mál rekin fyrir dómstólum.
  • Fundur með Félags- og barnamálráðherra.  
  • Blindrafélagið í fjölmiðlum.
  • RP-Norden 2020-11-28.
  • NSK fundur 3 nóvember.
  • Mikilvægar dagsetningar.     

 Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun 2021.
  • Fjáraflanir.
  • Blindravinnustofan.
  • Nýtt frumvarp  fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
  • Lausar íbúðir. 
  • Ferðaþjónusta Blindrafélagsins.
  • Opnunartími skrifstofu um hátíðarnar.        

5.     Rekstraráætlun 2021.

KHE lagði fram drög að rekstraráætlun fyrir árið 2021.

Megin tölur úr rekstraráætlun 2021 eru:

  • Tekjur  ...............        272,5 mkr.
  • Gjöld .................         263,5 mkr.
  • Rekstrarafkoma ....         9,0 mkr.

Að lokinni yfirferð KHE var ákveðið að gefa stjórnarmönnum tækifæri á að lesa áætlunina yfir á milli funda og koma á framfæri fyrirspurnum fyrir næsta fund og afgreiða svo áætlunina á næsta stjórnarfundi sem áætlaður er 13. janúar 2021.

6.     Starfsáætlun stjórnar janúar til maí 2021.

SUH lagði fram eftirfarandi drög að starfsáætlun

  • 4. janúar, (mánudagur). Alþjóðlegi Braille dagurinn.
  • 13. janúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 4.
  • 29. janúar (föstudagur). Samráðsfundur stjórnar, nefnda og deilda.
  • 3. febrúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 5.
  • 18. febrúar (fimmtudagur). Félagsfundur.
  • 24. febrúar (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 6.
  • 6. mars (þriðjudagur) NSK/NKK fundur.
  • 17. mars (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 7.
  • (29 mars. til 4 apríl.  Dymbilvika/páskar. )
  • 7. apríl (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 8.
  • 28. apríl (miðvikudagur) Stjórnarfundur nr. 9.
  • 5. maí (miðvikudagur). Stjórnarfundur nr. 10.
  • 8. maí (laugardagur). Aðalfundur.

Ath:  að óbreyttu má reikna með að fundir verði í fjarfundi og/eða tvinn fundir þegar líður fram á vorið svo framarlega sem sóttvarnaraðstæður leyfa.

 Var starfsáætlunin samþykkt samhljóða.

7.     Samráðsfundur í janúar.

Samráðsfundur verður 29. janúar og mun hann verða í fjarfundarbúnað. SUH mun boða til fundarins og virkja forsvarsmenn nefnda og deilda.  

8.     Önnur mál.

Engin önnur mál

Fundi slitið kl. 17:20.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.