Fundargerð stjórnar nr. 3 2023-2024

Fundargerð 3. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2023 – 2024, haldinn miðvikudaginn 16. ágúst 2023, kl 15:00.    

Stjórn og framkvæmdastjóri:    
Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, (2022-2024) 

Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2022-2024)  

Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023-2025) 

Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri, (2022-2024)  

Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB), meðstjórnandi, (2023-2025) 

Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður. (2022-2024) 

Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023-2025) 

Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023-2025) 

Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2022-2024) 

  

Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri,   

Forföll: KKMH og GRB  

Fundarsetning  

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.    

Lýst eftir öðrum málum.  

Inntaka nýrra félaga  

SUH bar upp umsóknir 7 umsækjenda og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.  

Skýrslur, bréf og erindi.  

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Blindrafélagið í fjölmiðlum 

  • NSK fundur 29-31 ágúst 

  • Aðalfundur ÖBÍ 6-7 október 

  • Á döfinni fram undan og mikilvægar dagsetningar 

   

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um:  

  • Yfirlit yfir rekstur fyrstu 6 mánuði ársins 

  • Fjáraflanir 

  • Starfsmannamál  

  • Framkvæmdir í Hamrahlíð 17 

  • Leiðsöguhundar 

  • Hable punktaleturs fjarstýringar 

  • Blindshell 

Rekstraryfirlit janúar til og með júní 2023 

KHE og KW gerðu grein fyrir helstu tölum úr rekstri Blindrafélagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins. Tekjur voru 159,4 milljónir króna sem er 0,65 % yfir áætlun. 

Rekstrargjöld voru 144,1 milljónir króna, það er 8,2% undir áætlun. Hagnaður af reglulegri starfsemi eru 12 milljónir króna.  

Nánari sundurliðun má finna á Teams svæði stjórnar.  

Stjórn lýsti ánægju sinni með afkomu félagsins á fyrstu 6 mánuði ársins.  

Aðalfundur ÖBÍ

Aðalfundur ÖBÍ verður haldinn 6 – 7 október næstkomandi og þá verður kosið í eftirtalin embætti:  

• Formaður 

• Formenn fastra málefnahópa (6) 

• Aðgengishópur 

• Atvinnu- og menntahópur 

• Barnamálahópur 

• Heilbrigðishópur 

• Húsnæðishópur 

• Kjarahópur 

• Stjórnarmenn (3) 

• Kjörnefnd (5 aðalmenn og 3 til vara) 

• Laganefnd (5 aðalmenn og 3 til vara) 

• Skoðunarmenn reikninga (2 aðalmenn og 2 til vara) 

Framboðsfrestur er til 7. september næstkomandi.  

Eins og upplýst hefur verið hefur Rósa María ákveðið að gefa kost á sér í embætti formanns. 

Blindrafélagið á rétt á 6 aðalfulltrúum og jafnmörgum til vara. 

SUH bar upp tillögu um eftirfarandi fulltrúa.   

Aðalfulltrúar. 

Baldur Snær Sigurðsson 

Guðmundur Rafn Bjarnason 

Halldór Sævar Guðbergsson 

Rósa María Hjörvar. 

Kristinn Halldór Einarsson 

Unnur Þöll Benediktsdóttir. 

Vara 

Ásdís E. Guðmundsdóttir. 

Kaisu Kukka-maaria Hynninen 

Sandra Dögg Guðmundsdóttir. 

Sigþór Hallfreðsson 

Þórarinn Þórhallsson

Tillagan var samþykkt. 

Önnur mál

Í tilefni fjölmiðla umfjöllunar um launakjör starfsmanna Ás bar RMH upp spurningu um hvernig þeirra málum væri háttað hjá starfsfólki Blindravinnustofunnar.  

KHE útskýrði hvernig því fyrirkomulagi væri háttað.  

Fundi slitið kl: 17:00 

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson