Fundargerð stjórnar nr. 4 2020-2021

Fundargerð 4.  stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2020 – 2021, haldinn miðvikudaginn 13.1.2021 kl. 16:00.

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Kaisu Hynninen (KH) varaformaður,  Eyþór Kamban Þrastarson (EKÞ) ritari, Ásdís Guðmundsdóttir (ÁG) gjaldkeri, Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, tekur sæti HÞA sem aðalmaður, Dagný Kristmannsdóttir (DK) varamaður, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður, Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri.

Forföll: Hlynur Þór Agnarsson (HÞA).

Fundurinn var haldinn í gegnum Teams fjarfundarbúnaðinn.

1.     Fundarsetning.

SUH setti fundinn og bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt.

2.     Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð  3. fundar, sem send hafði verið stjórnarmönnum var samþykkt samhljóða.

Önnur mál: Engin boðuð.

3.     Inntaka nýrra félaga.

Níu umsóknir lágu fyrir og voru þær samþykktar með fyrirvara um staðfestingu aðalfundar.

4.     Skýrslur, bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

  • Samstarfssamningur við Íþróttasamband fatlaðra.  
  • Blindrafélagið í fjölmiðlum.
  • Mikilvægar dagsetningar.     

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

  • Rekstraráætlun 2021.
  • Fjáraflanir.
  • Ferðaþjónustu Blindrafélagsins.
  • Úthlutun leiguíbúða. 
  • Hr Monitor mannauðsmælingar
  • Starfsmannamál.       

5.     Rekstraráætlun 2021 – síðari umræða.

KHE lagði fram og fór yfir drög að rekstraráætlun fyrir árið 2021 með samanburði við bráðabirgða rauntölur yfir reksturinn 2020 og rekstraráætlun fyrir 2020.

Megin tölur úr rekstraráætlun 2021 eru:

  • Tekjur  ...............        272,5 mkr.
  • Gjöld .................         263,5 mkr.
  • Rekstrarafkoma ....         9,0 mkr.

Rekstraráætlunin fyrir 2021 var samþykkt samhljóða af stjórn.

6.     Samstarfssamningur við Íþróttasamband fatlaðra.

SUH fór yfir efni samstarfssamnings Blindrafélagsins og Íþróttasambands Íslands vegna Patreks Andrésar Axelssonar og Más Gunnarssonar, sem vinna að því að afla sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra í Tokyo síðar á þessu ári.  

SUH lagði til að samningurinn yrði framlengdur fram að mótinu og Blindrafélagið greiddi Íþróttasambandinu 1 milljón króna til að mæta kostnaði vegna aðstoðarmanna.

Var tillagan samþykkt samhljóða af stjórn og að styrkurinn yrði greiddur úr verkefnasjóði.

7.     Samráðsfundur  29 janúar.

Samráðsfundur verður 29. janúar og mun hann verða í fjarfundarbúnað. SUH mun boða forsvarsmenn nefnda og deilda.  Stefnt verði að því að forsvarsmenn nefnda og deilda gerðu grein fyrir þeim áformum sem að uppi væru með starfinu framvindan.

8.     Covid -19

SUH gerði að umtalsefni mikilvægi þess að vekja athygli á þeim aðstæðum sjónskerts fólks með að framfylgja 2m reglunni sökum sjónskerðingar, með tilheyrandi aukinni smithættu. SUH lagði til að heilbrigðisyfirvöld yrði gerð grein fyrir því að smithætta blindra og sjónskerta væri meiri en almennt gerist.

Samþykkt var að SUH sendi erindi til heilbrigðisyfirvalda þar sem hvatt yrði til þess að tekið yrði tillit til blindra og sjónskertra þegar að bólusetningaáform væru skipulögð.   

9.     Önnur mál

Engin önnur mál.

Fundi slitið kl. 17:15.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.