Fundargerð stjórnar nr. 6 2017-2018

Mættir: Sigþór U. Hallfreðsson (SUH) formaður, Lilja Sveinsdóttir (LS) varaformaður, Hjalti Sigurðsson (HS) ritari, Rúna Ósk Garðarsdóttir (RÓG) meðstjórnandi, Rósa Ragnarsdóttir (RR) varamaður og Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður sem var símatengdur frá Þýskalandi og Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri. 

Fjarverandi: Sigríður Hlín Jónsdóttir (SHJ) gjaldkeri og Elínborg Lárusdóttir (EL) varamaður.

1.  Fundarsetning, dagskrá og lýst eftir öðrum málum.

Formaður setti fundinn kl. 16:00 og bauð fundarmenn velkomna.

SUH bar upp tillögu að dagskrá, sem send hafði verið út með fundarboðinu. Var tillagan samþykkt samhljóða.

Lýst eftir öðrum málum:

2. Ábyrgð og skyldur stjórnarmanna.     

Formaður bauð Pál Rúnar Kristjánsson lögmann félagsins velkominn. Páll fór yfir minnisblað sem hann hafði sett saman um ábyrgð og skyldur stjórnarmanna í mismunandi félögum og mögulega skaðabótaskyldu vegna athafna eða athafnaleysis stjórnar og hvaða skilyrði þurfa að vera uppfyllt til að slík skylda komi til álita. Minnisblaðið hafði verið sent  stjórnarmönnum fyrir stjórnarfund nr. 5.  Möguleikarnir sem að eru í stöðunni til að tryggja skaðleysi stjórnarmanna eru að félagið kaupi tryggingu, að félagið bæti stjórnarmönnum tryggingariðgjöld í persónulegum tryggingum eða að félagið taki ábyrgð á skaðleysi stjórnarmanna. Páll taldi líklegt að slíkar tryggingar gætu verið mjög dýrar og að því gefnu þá myndi hann mæla með þeirri leið að félagið tryggði skaðleysi stjórnarmanna og að slíkt yrði borið undir aðalfund félagsins, jafnvel með lagabreytingatillögu. 

Allir þessir kostir verða kannaðir nánar. 

Minnisblað um ábyrgð stjórnarmanna (í Blindrafélaginu)

3.  Afgreiðsla fundargerðar.

Fundargerð 5. fundar var lesin upp og samþykkt.

4. Skýrslur bréf og erindi.

Í skýrslu formanns var fjallað um:

 • Heimsókn Gerard Quinn til íslands og fundur um SSRFF í Hamrahlíð.
 • Samráðsfundur stjórnar, deilda og nefnda
 • Hjálpartæki daglegs lífs – málþing ÖBÍ.        
 • Fundur í Dómsmálaráðuneytinu um kosningarnar.
 • Fyrsta hádegisspjall vetrarins.
 • Starfsdagur stjórnar, stefnumótun.
 • Formannafundur ÖBÍ.
 • RP norden 14. til 17. september.
 • Ráðstefna um „Rafræna þjónustu og upplýsingaaðgengi.
 • Samstarf við Íshesta.
 • Samstarf við Lionshreyfinguna.
 • Af vettvangi EBU.
 • Af norrænu samstarfi NSK og NKK fundur og UNK ráðstefna.
 • Af vettvangi ÖBÍ.

Í skýrslu framkvæmdastjóra var fjallað um:

 • Starfsmannamál.
 • Fjáraflanir.
 • Húsnæðismál.
 • Samningur Sameinuðu þjóðanna.
 • Smíði nýrrar heimasíðu.
 • Námskeið í Opna háskólanum.  
 • Jólaskemmtun starfsfólks og stjórnar.
4.       Inntaka nýrra félaga

Tilkynning barst frá skrifstofu um 8 nýja félaga í september. Nöfn þeirra voru lesin upp og samþykkti stjórn inngöngu þeirra.

5. Bréf og erindi.

SUH gerði grein fyrir erindi um punktaleturs verkefni EBU. KHE og SUH var falið að finna þátttakanda frá Blindrafélaginu.

KHE gerði grein fyrir fyrirspurn frá Fjármálaeftirlitinu varðandi sjóntryggingu Blindrafélagsins. Lögmanni félagsins hefur verið falið að svara bréfinu og eftir atvikum koma með tillögu að viðbrögðum.

6. Viðhaldsframkvæmdir við Hamrahlíð 17.

SUH gerði grein fyrir ferlinu sem unnið er eftir þegar verk eru boðin út. Að tillögu SUH samþykkti stjórn félagsins að bjóða út viðhaldsframkvæmdirnar á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

7. Dagur Hvíta stafsins.

SUH gerði grein fyrir fyrirhugaðri dagskrá á degi Hvíta stafsins 15 október. Haldið verður kaffisamsæti í Hamrahlíð 17 þar sem aðalræðumaður dagsins verður Halldór Sævar Guðbergsson, boðið verður uppá tónlistarflutning auk þess sem að sýning verður á algengum hjálparbúnaði. 

8. Önnur mál.

Fundi slitið kl 17:05.

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson.