Fundargerð stjórnar nr. 6 2024-2025

Fundargerð 6. stjórnarfundar Blindrafélagsins, starfsárið 2024 –2025, haldinn miðvikudaginn 6. nóvember 2024, kl 15:00.   

Stjórn og framkvæmdastjóri: 
Sigþór U. Hallfresson (SUH) formaður, (2024 - 2026)     
Rósa María Hjörvar (RMH) varaformaður, (2024 - 2026)      
Kaisu Kukka-Maaria Hynninen (KKMH) ritari, (2023 - 2025)      
Sandra Dögg Guðmundsdóttir (SDG) gjaldkeri,  (2024 - 2026)
Unnur Þöll Benediktsdóttir (UÞB) meðstjórnandi, (2023 - 2025)
Ásdís Evlalía Guðmundsdóttir (ÁEG) varamaður, (2024 - 2026)
Guðmundur Rafn Bjarnason (GRB) varamaður, (2023 - 2025)
Halldór Sævar Guðbergsson (HSG) varamaður, (2023 - 2025)     
Þórarinn Þórhallsson (ÞÞ) varamaður, (2024 - 2026)   
Kristinn Halldór Einarsson (KHE) framkvæmdastjóri 

Forföll : KKMH

Fundarsetning 

SUH setti fundinn, sem haldinn var í Hamrahlíð 17 og á Teams. Fyrir fundinum lá tillaga að dagskrá sem samþykkt var samhljóða. Fundarboð, dagskrá og fundargögn má sjá á Teams svæði stjórnar.   

Lýst eftir öðrum málum. 

RMH

Inntaka nýrra félaga.

Engar nýjar umsóknir

Skýrslur, bréf og erindi.

Eftirfarandi eru skýrslur sem var frestað frá 5 fundi.

Í skýrslu formanns var fjallað um: 

  • Stuðningur til sjálfstæðis styrktarsjóður
  • Sjóðurinn Blind börn á Íslandi
  • Sjónverndarvikan
  • Færnibúðirnar
  • Frumsýning á „Fyrir allra augum“ / „Acting normal with CVI“
  • Aðalfundur ÖBÍ 2024 – Niðurstaða
  • Á döfinni og mikilvægar dagsetningar

Í skýrslu framkvæmdarstjóra var fjallað um: 

  • Rekstraryfirlit
  • Framkvæmdir
  • Fjáraflanir
  • Svar frá Vesturmiðstöð
  • NaviLens
  • European Guide dog conference
  • Stafræn aðgengismál
  • Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Úthlutanir styrkja

Stjórnir Stuðningur til sjálfstæðis og Blind börn á Íslandi hafa afgreitt umsóknir vegna styrkja haustanna 2024. Eftirfarandi aðilar hlutu styrk.

Stuðningur til sjálfstæðis
Engin umsókn barst í A flokk 

Þrjár umsóknir bárust í B flokk
Tvær umsóknir voru samþykkar samtals að upphæð 800.000 krónur. 

  • Már Gunnarsson v/námsgjalda 500.000.
  • Emilía Jónsdóttir v/sjónsjúkraþjálfunar í Frakklandi 300.000. 

Alls bárust 6 umsóknir í C flokki til tækjakaupa. Fimm umsóknir voru samþykktar hver að upphæð 75.000 kr  samtals 375.000 krónur. 

  • Hannes Axelsson, Ásdís Lilja Guðmundsdóttir, Guðvarður B. Birgisson, Margrét Helga Jónsdóttir, Rúna Garðarsdóttir.  

Í D flokk bárust 4 umsóknir. Þrjár samþykktar alls að upphæð 1.150.000 krónur.  Eftirfarandi umsóknir voru samþykktar. 

Svavar Guðmundsson, 400.000 krónur, styrkur til að þýða bækur yfir á ensku 

Grammatek ehf. 500.000 vegna skjálestrar á stærðfræðiformúlum (hluti af fjármögnum en verkefnisáætlun gerir ráð fyrir fimm milljóna kostnaði) 

Þorkell Steindal 250.000 krónur til að þýða leiðsöguforritin Seeing assistant move og Seeing assitang.  

Stjórn Blindrafélagsins staðfestir ofangreindar styrkúthlutanir.  

EKKO – áætlun

EKKO, stendur fyrir „einelti, kynbundin áreitni, kynferðislega áreitni, ofbeldi”
SUH ræddi um endurskoðun á viðbragðsáætlunum félagsins vegna eineltis og kynferðisbrota á vettvangi félagsins.  Á vegum ÖBÍ er verið að skoða möguleikann á miðlægu fagræði og einnig ákvæði um takmarkanir á þátttöku í starfi félaga ef aðilar hafa verið uppvísir að brotum. SUH bað fundarmenn um að kynna sér vel núverandi viðbragðsáætlanir og hlekkina á viðbótarupplýsingar sem hann sendi stjórnarmönnum fyrir fundinn varðandi EKKO.

Málið rætt og ákveðið að SUH kanni mögulega samstarfsaðilar um endurskoðun EKKO áætlana.

Félagsfundur 20. nóvember

Búið er að auglýsa félagsfund sem haldinn verður miðvikudaginn 20 nóvember nk. KHE sagði frá því að frummælendur á fundinum verða Huld Magnúsdóttir forstjóri TR,  Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur ÖBÍ ásamt fulltrúa frá Vinnumálastofnun. Ákveðið var að Halldór Sævar Guðbergsson yrði fundarstjóri.

Önnur mál. 

RMH vakti athygli á því að Heyrnar og talmeinastöð Íslands séu úthlutað 200 mkr með bandormi sem fylgir fjármálafrumvarpinu. Sjónstöðin fékk hins vegar ekki krónu.

Fundi slitið kl: 16:55

Fundargerð ritaði Kristinn Halldór Einarsson