Rauða fjöðrin 2022 - 31. mars til 3. apríl

Dagana 31. mars til 3. apríl munu Lionsfélagar selja Rauðu fjöðrina víða um land.
Þetta árið fer afrakstur söfnunarinnar til leiðsöguhundaverkefnins Blindrafélagsins.
 
Einnig verður hægt að kaupa Rauðu fjöðrina á vefsvæði Blindrafélagsins www.blind.is.
 
Við skorum á landsmenn að taka þátt í þessu átaki Lionshreyfingarinnar og Blindrafélagsins.