Reykjavík og Hafnarfjörður kalla eftir aðgengissögum og hugmyndum

Hafnarfjarðarbær kallar nú eftir reynslusögum og hugmyndum um aðgengismál í sveitarfélaginu.

Starfshópur var stofnaður á sínum tíma með það verkefni að marka heildstæða stefnu í aðgengismálum í Hafnarfirði og er söfnunin liður í því verkefni.

Bæjaryfirvöld segja það einbeittan vilja sinn að vinna þetta verkefni bæði hratt og örugglega og binda vonir við að það verði öllum til heilla.

Reykjavíkurborg setti einnig nýlega af stað söfnun á ábendingum og reynslusögum vegna aðgengismála á og við kjörstaði til að bregðast við átaki Þroskahjálpar varðandi aðgengi að kjörstöðum og kosningum.

Markmiðið með þeirri söfnun er að bæta aðgengi allra að kjörstöðum og er liður í því verkefni að safna saman raunverulegum dæmum um ýmislegt sem betur má fara.

Blindrafélagið hvetur félagsmenn sína til að nýta þetta tækifæri og koma á framfæri sínum sjónarmiðum, reynslusögum, ábendingum eða hugmyndum til sveitarfélaganna.

Hér að neðan eru hlekkir á fréttir um verkefnin og beinir hlekkir inn á söfnunarsíðurnar.

Hlekkur á frétt á vef Hafnarfjarðarbæjar

Hlekkur á söfnunarsíðu Hafnarfjarðarbæjar

Hlekkur á frétt á vef Reykjavíkurborgar

Hlekkur á söfnunarsíðu Reykjavíkurborgar