Alþinig Íslendinga og Blindravinafélag Íslands fá Samfélagslampinn 2010

Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga.

Samfélagslampi Blindrafélagsins, er einstakur gripur, handsmíðaður af Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.

Alþinig Íslendinga og Blindravinafélag Íslands

Á árinu 2010 var Samfélagslampi Blindraféalgsins veittur Alþingi Íslendinga og Blindravinafélaginu. Fór afhending fram á samkomu í Oddfellowhúsinu á degi Hvíta stafsins þann 15 október 2010.

Áletranirnar voru eftirfarandi:

Stuðningur til sjálfstæðis!
Samfélagslampi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Veittur fyrir farsæl og fagleg vinnubrögð við undirbúning lagafrumvarps um Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, sem samþykkt var sem lög frá Alþingi 18. desember 2008.


Stuðningur til sjálfstæðis!

Samfélagslampi Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi.
Veittur Blindravinafélagi Íslands árið 2010, fyrir frumkvæði og stuðning í 80 ár við að bæta líf blindra og sjónskertra einstaklinga.