Samstarfsverkefni Sjónstöðvarinnar, Hopp Reykjavíkur og leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.

Á myndinni sjást leiðsöguhundar í nýju vestunum. Þau eru Gul og appelsínugl með endurskinsefni.Miðvikudaginn 3. maí s.l. voru ný vesti fyrir leiðsöguhunda afhent á formlegri kynningu samstarfsverkefnis Sjónstöðvarinnar, Hopp Reykjavíkur og leiðsöguhundadeildar Blindrafélagsins.

Nýju vestunum er ætlað að vekja athygli á hundunum og minna aðra vegfarendur á að ekki má trufla einbeitingu hunds við vinnu sína, en það vill svolítið brenna við að fólk fari að klappa hundunum, mynda augnsamband og tala við þá enda hundarnir sjálfir forvitnir og mannelskir.

Vestin eru gjöf frá Hopp Reykjavík og framundan eru fleiri samvinnuverkefni Hopp Reykjavíkur, Sjónstöðvar og leiðsöguhundadeildarinnar um vitundarvakningu hvað varðar umgengni á gangstéttum og í umhverfinu.

Ein af áherslum verkefnisins er hvernig notendur Hopp-hjóla skilja við þau.