Sjónlýsing í boði á landsleik Íslands og Wales, 22. september.

Ísland – Wales föstudaginn 22. September.

A landslið kvenna tekur á móti Wales á Laugardalsvelli föstudaginn 22. september klukkan 18:00 í Þjóðadeild UEFA.

Um er að ræða fyrsta leik Íslands í riðlinum. Með Íslandi í riðli eru Wales, Danmörk og Þýskalandi.

Næstu leikir Íslands í þjóðardeildinni á Laugardalsvelli eru:

Ísland – Danmörk, föstudaginn 27. október kl. 18:30.
Ísland – Þýskaland, þriðjudaginn 31. október kl. 19:00.

Hvetjum alla til þess að mæta á völlinn og styðja stelpurnar okkar til sigurs!

Sjónlýsing verður í boði fyrir félaga í Blindrafélaginu og hefur félagið fengið boðsmiða á leikinn fyrir félaga og aðstoðarmann.

Þeir sem ætla að mæta á völlin og styðja stelpurnar þurfa að skrá sig á skrifstofu félagsins á netfangið afgreidsla@blind.is eða í síma 525 0000.

Athugið að ákveðin lágmarksskráning þarf að nást til að sjónlýsingin fari fram, svo skráið ykkur sem allra fyrst.

Áfram Ísland!