Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi leitar að fjáröflunar og markaðsfulltrúa í fullt starf.

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi leitar að fjáröflunar og markaðsfulltrúa í fullt starf.

Hægt er að senda inn umsókn í gegnum Alfreð.

Starfið: Meginhlutverk fjáröflunar- og markaðsfulltrúa Blindrafélagsins er að hafa umsjón með fjáröflunum, útgáfumálum og samfélagsmiðlum félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð:
 • Umsjón með Bakhjarlakerfi Blindrafélagsins.
 • Víðsjá, tímarit Blindrafélagsins: Hafa umsjón með útgáfunni eins og söfnun auglýsinga og styrktarlína, tilboð í prentun, umbrot, pökkun, dreifingu og annað sem kemur að útgáfunni.
 • Happdrætti vor og haust: Öflun vinninga. Umsjón með útliti miða, prentun miða og greiðsluseðla, dreifingu, fréttatilkynningar o.fl.
 • Fyrirtækjasöfnun og umsjón samvinnuverkefna.
 • Sala á jólakortum.
 • Leiðsöguhundadagatal Blindrafélagsins: Umsjón með hönnun og gerð dagatalsins. Sjá um tilboð í prentun, pökkun og dreifingu o.fl.
 • Umsjón með annarri útgáfu: Umsjón með fréttabréfi, útgáfu á ársskýrslu, ársreikningum og öðru efni frá félaginu.
 • Samfélagsmiðlar og vefsíða félagsins: Viðhald og umsjón með Facebook, Instagram, heimasíðu félagsins og öðrum miðlum félagsins á netinu.
 • Skapa ný og spennandi tækifæri fyrir fjáraflanir og markaðsetningu félagsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
 • Menntun og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af sölu- og markaðsmálum er kostur.
 • Góð tölvukunnátta.
 • Reynsla af notkun Teams og Office hugbúnaði er kostur.
 • Góð þekking á umsjón samfélagsmiðla.

Hjá Blindrafélaginu starfa um 17 manns í 13 stöðugildum, þar af 10 á skrifstofu í um 8 stöðugildum. Skrifstofa félagsins er í Húsi Blindrafélagsins Hamrahlíð 17. Mötuneyti er í húsinu.