Þjóðminjasafn Íslands: Leiðsögn fyrir blind og sjónskert börn 8. mars.

Þjóðminjasafn Íslands býður upp á barnaleiðsögn með sérstöku tilliti til blindra og sjónskertra barna sunnudaginn 8. mars kl. 14:00.

Barnaleiðsögn í Þjóðminjasafni Íslands er fyrir forvitna krakka og fjölskyldur þeirra.

Mynd af beinagrind

Við stöldrum við á víkingaöld og veltum fyrir okkur lífi og aðstæðum fólks á landnámstímanum. Við handfjötlum eftirlíkingar af gripum þess tíma, kíkjum á beinagrindurnar og fræðumst um þær. Við skoðum kirkjugripi og upplifum stemmninguna í kirkjum og kirkjugörðum miðalda. Svo lærum við um bændasamfélag síðustu alda með því að kynnast daglegum verkum í torfbænum út frá gripum úr snertisafni Þjóðminjasafnsins. Það samanstendur af ýmsum hlutum sem gefa góða mynd af matarmenningu, handavinnu og leikföngum í gamla daga. 

Leiðsögnin hefst í móttöku safnsins á 1. hæð (jarðhæð) þar sem safnkennarar Þjóðminjasafnsins taka vel á móti gestum. 

Leiðsögnin er ókeypis fyrir blind og sjónskert börn og fjölskyldur þeirra. 

Ókeypis aðgangur fyrir öll börn og ungmenni undir 18 ára aldri. 

Aðgöngumiði í safnið gildir fyrir aðra gesti eldri en 17 ára. Aðgöngumiði gildir sem árskort. 

Árskort kostar 2000 kr. og gildir á allar sýningar og viðbyrði á Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og í Safnahúsinu við Hverfisgötu.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má lesa á vefsíðu safnsins.