Valdar greinar, 11. tölublað 43. árgangur 2018.

Valdar greinar, 11. tölublað 43. árgangur 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 8. júní 2018.
Heildartími: 2 klst. 6 mín.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Dóru og Karls:
Hafþór Ragnarsson, Herdís Hallvarðsdóttir, fólk við varðeld í Quebec-fylki í Kanada og Sturla Fjeldsted.
Af gömlu segulbandi heyrist í Gísla Helgasyni, Hjalta Jóni Sveinssyni, Þórði Tómassyni safnverði í Skógum, Sæmundi Jónssyni bónda í Sólheimahjáleigu, og Gissuri Gissurarsyni hreppstjóra og bónda í Selkoti í útvarpsþætti frá 1975, en hann var í umsjón þeirra Gísla og Hjalta.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í júní 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.

Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit.
4.55 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01b Sumarhátíð Blindrafélagsins 28. júní. Skráning er hafin.
1.15 mín.

01c Viltu fá meira út úr victor reader?
Námskeið á vegum Þekkingar og þjónustumiðstöðvarinnar þar sem fólki er kennt að nýta sér hljóðbókaspilara. Námskeiðið verður haldið 25. júní. Skráning er hafin.
1.27 mín.

01d Sumarferð opins húss 22. júní. Skráning er hafin.
0.58 mín.

01e Sumarkveðja frá opnu húsi.
0.32 mín.

01f Tilkynning frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni um hvort fólk vilji vita meira um hvernig best sé að aðstoða blint og sjónskert fólk en Þekkingarmiðstöðin tekur þátt í alþjóðlegu verkefni um þetta málefni. Fundur verður haldinn á miðstöðinni 11. júní nk. um þetta mál.
1.36 mín.

01g Blindrafélagið semur við Bláskógabygð um ferðaþjónustu.
1.16 mín.

01h Ungblind fær styrk til þátttöku í erlendu samstarfi.
0.43 mín.

02 Hafþór Ragnarsson kynnir nýjar hljóðbækur frá Hljóðbókasafni Íslands.
15.47 mín.

Tvær hljóðritanir með snjallsíma:
03a Farið á varðeld í Quebec-fylki í Kanada að kvöldi 20. maí sl. sem bar upp á hvítasunnudag. Þar er lýst því sem fyrir eyrun ber. Snarkið í eldinum heyrist vel og svo er dulítill vísnasöngur í lokin.
5.52 mín.

03b 4. júní sl. skrapp ritstjórinn út á Seltjarnarnes á göngustíg þar meðfram ströndinni og hljóðritaði umhverfishljóð við Bakkatjörn. Þá var einnig reynt að lýsa því sem fyrir eyru bar.
3.08 mín.

Viðtal:
04 Gísli Helgason ræðir við Sturlu Fjeldsted fyrrum verslunarmann og byggingameistara. Sturla býr á Spáni meiginhluta ársins og segir frá sjálfum sér.
37.59 mín.

Af gömlu segulbandi:
05 Birtur útvarpsþáttur frá haustinu 1975 sem heitir Hellar og huldufólkstrú undir Eyjafjöllum. Umsjónarmenn voru Gísli Helgason og Hjalti Jón Sveinsson.
Leiðin lá austur að Skógum undir Eyjafjöllum og þar hittu þeir félagar Þórð Tómasson safnvörð ásamt tveimur bændum úr nágrenninu sem sögðu frá notkun hella og huldufólkstrú undir fjöllunum.
50.30 ,mín.

06 Lokaorð ritstjóra.
0.12 mín.