Valdar greinar, 16. tölublað 43. árgangs 2018.

Valdar greinar, 16. tölublað 43. árgangs 2018.
Útgefandi: Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi.
Ritstjóri: Gísli Helgason. Ábyrgðarmaður: Sigþór U. Hallfreðsson.
Útgáfudagur 7. september 2018.
Heildartími:1 klst. 2 mín.
Flytjendur efnis auk ritstjóra, Karls og Dóru:
Herdís Hallvarðsdóttir, Dabbjört Andrésdóttir og Snorri Sigfús Birgisson.
Hljóðritað hjá Hljóðbók slf. í september 2018.
Allar hljóðskrár eru á mp3 sniði.
Athugið að fyrir neðan nafn hverrar greinar er lengd hennar í mínútum og sekúndum.
Efnisyfirlit:
01a Kynning og efnisyfirlit
4.17 mín.

01b Hjartnæmt bréf frá elskandi móður til sonar síns sem býr líklega í útlöndum.
1.52 mín.

Tilkynningar og fréttnæmt efni:
01c Ferða og útivistarnefnd Blindrafélagsins auglýsir ferð til Færeyja á næsta ári. Skrá þarf sig í ferðina fljótlega. Nánar um það hér á Völdum greinum.
1.21 mín.

01d Tómstundanefndin stendur fyrir blokkflautunámskeiði í október en í tilkynningunni segir að allir geti lært að spila á blokkflautu. Endilega skoðið þetta, námskeiðið verður áreiðalega skemmtilegt enda frábær kennari. Nánar á Völdum greinum hér á eftir.
1.06 mín.

01e Þá er auglýst haustferð opins húss 21. september nk.
0.29 mín.

01f Prjónakaffi hefst aftur þriðjudaginn 18. september og allir að sjálf sögðu velkomnir.
0.21 mín.

01g Þá birtum við aftur tilkynningu frá Blindravinnustofunni ehf. sem auglýsir eftir starfsfólki til þess að selja vörur Blindravinnustofunnar í gegnum síma.
0.29 mín.

01h Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins byrjar aftur af fullum krafti þriðjudaginn 18. september. þá verður farið í að skoða bókina Sælir eru einfaldir eftir Gunnar Gunnarsson. Þetta er talin ein allra besta bók Gunnars en hún kom út árið 1918, fyrir 100 æárum, en þá geysaði spænska veikin hér á landi og Hekla gaus og hafísinn lónaði við landið. Algjört hörmungarárið það á margan hátt.
0.51 mín.

01i Sagt frá máltækniverkefni á vegum Ríkisstjórnar Íslands, en stefnt er að því að setja íslenskan talbúnað í ýmis tæki í jstað erlendra tungumála, en nánar um það hér á eftir.
3.44 mín.

01j Hljóðmynd frá Björgvin eða Bergen í noregi. þar heyrum við m. a. í talandi staur á strætóstoppistöð og ýmislegt fleira, en þangað skrapp Herdís Hallvarðsdóttir í sumar sem leið og fór auðvitað í sólbað.
6.21 mín.

Viðtal:
02 Gísli Helgason ræðir við Dagbjörtu Andrésdóttur sem er ung söngkona og lauk framhaldsprófi frá Söngskóla Sigurðar Dementz í vor. Dagbjört er með heilatengda sjónskerðingu og segir frá sjálfri sér og hvernig hún tekst á við lífið og tilveruna, en Dagbjört vinnur ötullega að því að fræða fólk um heilatengda sjónskerðingu hér á landi.
Þá heyrum við hljóðritun frá tónleikum hennar í vor þegar hún útskrifaðist. Dagbjört er sópransöngkona þannig að þær eru orðnar nokkuð margar söngkonurnar innan Blindrafélagsins.
41.45 mín.

03 Lokaorð frá ritstjóra.
0.11 mín.
Njótið vel þess sem er á Völdum greinum.

Afkynning:
þá er þessu lokið að þessu sinni. Næstu Valdar greinar koma væntanlega út 21. september. Verið þið blessuð og sæl.