Vinnustofa um rafrænt aðgengi, 13 september 2017.

Vinnustofan er hugsuð fyrir forritara, verkefnastjóra og efnishöfunda. Vinnustofan hefst klukkan 13:00 og verður byrjað að fara yfir aðgengisstaðlar og tól sem hægt er að nýta sér við ýmsa forritun. Einnig verður farið út í það hvernig á að setja sér verkferla og vinnureglur til að vinna ávalt út frá aðgengisstöðlum. 

Hægt er að fylgjast með viðburðinum á þessari Facebook síðu hér: https://www.facebook.com/events/1931173060431575/

Vinnustofan er gjaldfrjáls og öllum opin. Skráning fer fram á blind@blind.is eða í síma 525 0000.