Bergþórusystur gefa Blindrafélaginu píanó.

Sunnudaginn 19. nóvember bauð Oddfellow Rebekkustúkan Bergþóra félögum Blindrafélagsins og gestum þeirra til árlegs kaffisamsætis  í Hamrahlíð 17. Að venjiu seldu Bergþórusystur handmáluð kerti þar sem allur ágóði rennur til góðgerðarmála. Eins og undanfarin ár var hvert sæti setið og kunnu gestir vel að meta framreidda brauðrétti, hnallþórur, tertur og kökur. 

Við þetta tækifæri færðu Betgþórusystur Blindrafélaginu nýtt og glæsilegt píanó að gjöf sem Sigþór Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins veitti viðtöku, um leið og hann færði Betgþórusystrum kærar þakkir fyrir. Júlía Guðrún Henje, 12 ára gömul, söng svo nokkur lög við undirleik Hlyns Þórs Agnarssonar við goðar undirtektir viðstaddra.

Mynd úr samkomusal félagsins við móttökuna

Mynd úr samkomusal félagsins við móttökuna